Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. júní 2021 11:02 Dagar Brynjars Níelssonar á Alþingi gætu verið taldir. Hann segist ekki reikna með að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar í haust. Vísir/Vilhelm Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hrepptu tvö efstu sætin í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö í gær. Aðrir reyndir þingmenn höfðu þó ekki erindi sem erfiði og enduðu neðar en þeir sóttust eftir. Þannig komst Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ekki í efstu átta sætin í prófkjörinu og Birgir Ármannsson endaði í sjötta sæti en hann sóttist eftir öðru til þriðja sætinu. Brynjar gaf kost á sér í annað sætið og þar með oddvitasætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Hann hefur verið annar þingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður á þessu kjörtímabili. „Ég var nokkuð ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. Ég var að vísu fyrir vonbrigðum með útkomu mína en þetta er bara svona,“ sagði Brynjar í viðtali við Vísi í morgun. Kjörnefnd ákveður endanlega uppröðun frambjóðenda á listum fyrir kjördæmin tvö. Í viðtalinu sagðist Brynjar ekkert vita um fyrirkomulagið að honum væri „nokk sama“. „Ég reikna ekki einu sinni með að vera á listanum. Ég á síður von á því,“ sagði Brynjar. Í Facebook-færslu nú fyrir hádegið tók Brynjar af tvímæli og sagðist kveðja stjórnmálin sáttur. Hann gefur lítið út um þá nýliðun sem á sér stað á lista flokksins í prófkjörinu þar sem Diljá Mist Einarsdóttir, 33 ára gamall aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, náði þriðja sætinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamálaráðherra, lenti í því fjórða. „Þeir sem tóku þátt í prófkjörinu völdu þetta fólk, væntanlega vegna þess að það hefur þá eitthvað meira fram að færa heldur en hinir. Þá er það bara ágætt, er það ekki?“ Fréttin var uppfærð með Facebook-færslu Brynjars. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hrepptu tvö efstu sætin í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö í gær. Aðrir reyndir þingmenn höfðu þó ekki erindi sem erfiði og enduðu neðar en þeir sóttust eftir. Þannig komst Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ekki í efstu átta sætin í prófkjörinu og Birgir Ármannsson endaði í sjötta sæti en hann sóttist eftir öðru til þriðja sætinu. Brynjar gaf kost á sér í annað sætið og þar með oddvitasætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Hann hefur verið annar þingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður á þessu kjörtímabili. „Ég var nokkuð ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. Ég var að vísu fyrir vonbrigðum með útkomu mína en þetta er bara svona,“ sagði Brynjar í viðtali við Vísi í morgun. Kjörnefnd ákveður endanlega uppröðun frambjóðenda á listum fyrir kjördæmin tvö. Í viðtalinu sagðist Brynjar ekkert vita um fyrirkomulagið að honum væri „nokk sama“. „Ég reikna ekki einu sinni með að vera á listanum. Ég á síður von á því,“ sagði Brynjar. Í Facebook-færslu nú fyrir hádegið tók Brynjar af tvímæli og sagðist kveðja stjórnmálin sáttur. Hann gefur lítið út um þá nýliðun sem á sér stað á lista flokksins í prófkjörinu þar sem Diljá Mist Einarsdóttir, 33 ára gamall aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, náði þriðja sætinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamálaráðherra, lenti í því fjórða. „Þeir sem tóku þátt í prófkjörinu völdu þetta fólk, væntanlega vegna þess að það hefur þá eitthvað meira fram að færa heldur en hinir. Þá er það bara ágætt, er það ekki?“ Fréttin var uppfærð með Facebook-færslu Brynjars.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11
Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39