Innlent

Allt að 18 stig á Norð­austur­landi en skúrir víða um land

Kjartan Kjartansson skrifar
Gert er ráð fyrir skúrum eða rigningu víða á landinu í dag og á morgun.
Gert er ráð fyrir skúrum eða rigningu víða á landinu í dag og á morgun. Vísir/Vilhelm

Víða má búast við skúrum á landinu í dag en útlit er fyrir rigningu með köflum suðaustanlands. Lengst af verður þó bjartviðri og þurrt að kalla um norðaustanvert landið. Áfram verður milt veður og gæti hitinn á Norðausturlandi náð allt að átján stigum.

Spáð er suðaustanátt á landinu í dag, yfirleitt á bilinu 8-13 metrum á sekúndu en þó eitthvað hægari vindur vestantil.

Á morgun er spáð suðlægri átt, 3-8 metrum á sekúndu, sunnan- og vestantil en sunnan 5-13 metrum á sekúndu um austanvert landið. Rigningu er spáð suðaustanlands en annars skúrum, einkum á Suður- og Vesturlandi.

Tiltölulega svipað veður verður fram á miðja vikuna en þá vindur að snúast í norðlæga átt með kólnandi veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×