Hálfur álfur í Hellisgerði á sjómannadaginn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. júní 2021 12:01 Álfar taka yfir Hellisgerði á sunnudag. Landsmenn bíða margir spenntir eftir hátíðahöldum sumarsins eftir langan og óvenjulegan vetur. Það eru þó ekki eingöngu mennskir Íslendingar sem hlakka til að sletta úr klaufunum, sjálfir álfarnir í Hellisgerði í Hafnarfirði virðast hafa fengið nóg af slökun og bjóða því til mikillar gleði í garðinum á sunnudaginn. „Vinirnir Þorri og Þura elska veislur enda finnst þeim fátt skemmtilegra en að syngja og skemmta á sviði,“ segir barnabókahöfundurinn Bergrún Íris sem þekkir álfana orðið vel. „Þau eru fyrstu álfarnir sem ég kynnist persónulega og þau hafa alls ekki valdið vonbrigðum, enda með eindæmum kát og hress. Ég var svo heppin að fá að teikna myndir í bókina Þorri og Þura - tjaldferðalagið, en bókinni fylgir tónlist, myndir til að lita og meira að segja spil fyrir sumarfríið! Þessir álfar kunna greinilega að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að barnabókum,“ segir Bergrún og hlær. „Þorri er að vísu hálfur álfur, eins og segir í samnefndum slagara þeirra vina.“ Álfar á vappi Nóg verður um spennandi viðburði í Hafnarfirði þennan dag, enda fagna bæjarbúar Sjómannadeginum gjarnan með þó nokkurri viðhöfn. „Jú, það verður auðvitað dagskrá á höfninni, opið í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem hægt er að skoða vinnustofur listamanna og fleira skemmtilegt í boði. Bærinn minn klikkar ekki þegar kemur að menningartengdum viðburðum,“ segir Bergrún Íris, stolt af heimabænum. Sjálf var hún valin bæjarlistamaður ársins 2020 og kann hvergi betur við sig. Bergrún Íris barnabókahöfundur teiknaði Þorra og Þuru fyrir bókina Tjaldferðalagið. „Hvar annars staðar en í Hafnarfirði finnurðu einn og hálfan álf á vappi? Þau Þorri og Þura eru komin í mikinn veislugír, byrjuð að hita upp raddböndin og stilla strengina. Mér skilst að afi hans Þorra muni líka láta sjá sig í tilefni dagsins, en hann er einmitt sjómað … sjóálfur.“ segir Bergrún og leiðréttir sig hlæjandi. Viðburðurinn hefst klukkan 14 með skemmtiatriði í boði Þorra og Þuru. „Svo verður blöðrulistamaður á svæðinu með litrík blöðrudýr fyrir börnin. Ég ætla að tjalda og koma mér fyrir með litina mína. Þá get ég sent glaða krakka heim með persónulegar teikningar í hverri bók. Kannski teikna ég álfaútgáfu af öllum veislugestunum, ef krakkarnir vilja vita hvernig þau líta út sem hálfur álfur.“ segir Bergrún glöð að lokum. Börn og uppeldi Hafnarfjörður Sjómannadagurinn Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
„Vinirnir Þorri og Þura elska veislur enda finnst þeim fátt skemmtilegra en að syngja og skemmta á sviði,“ segir barnabókahöfundurinn Bergrún Íris sem þekkir álfana orðið vel. „Þau eru fyrstu álfarnir sem ég kynnist persónulega og þau hafa alls ekki valdið vonbrigðum, enda með eindæmum kát og hress. Ég var svo heppin að fá að teikna myndir í bókina Þorri og Þura - tjaldferðalagið, en bókinni fylgir tónlist, myndir til að lita og meira að segja spil fyrir sumarfríið! Þessir álfar kunna greinilega að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að barnabókum,“ segir Bergrún og hlær. „Þorri er að vísu hálfur álfur, eins og segir í samnefndum slagara þeirra vina.“ Álfar á vappi Nóg verður um spennandi viðburði í Hafnarfirði þennan dag, enda fagna bæjarbúar Sjómannadeginum gjarnan með þó nokkurri viðhöfn. „Jú, það verður auðvitað dagskrá á höfninni, opið í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem hægt er að skoða vinnustofur listamanna og fleira skemmtilegt í boði. Bærinn minn klikkar ekki þegar kemur að menningartengdum viðburðum,“ segir Bergrún Íris, stolt af heimabænum. Sjálf var hún valin bæjarlistamaður ársins 2020 og kann hvergi betur við sig. Bergrún Íris barnabókahöfundur teiknaði Þorra og Þuru fyrir bókina Tjaldferðalagið. „Hvar annars staðar en í Hafnarfirði finnurðu einn og hálfan álf á vappi? Þau Þorri og Þura eru komin í mikinn veislugír, byrjuð að hita upp raddböndin og stilla strengina. Mér skilst að afi hans Þorra muni líka láta sjá sig í tilefni dagsins, en hann er einmitt sjómað … sjóálfur.“ segir Bergrún og leiðréttir sig hlæjandi. Viðburðurinn hefst klukkan 14 með skemmtiatriði í boði Þorra og Þuru. „Svo verður blöðrulistamaður á svæðinu með litrík blöðrudýr fyrir börnin. Ég ætla að tjalda og koma mér fyrir með litina mína. Þá get ég sent glaða krakka heim með persónulegar teikningar í hverri bók. Kannski teikna ég álfaútgáfu af öllum veislugestunum, ef krakkarnir vilja vita hvernig þau líta út sem hálfur álfur.“ segir Bergrún glöð að lokum.
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Sjómannadagurinn Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira