Innlent

Hart barist um efstu sætin

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og skrifa
Kosið er í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík dag á fimm stöðum m.a. í Valhöll.
Kosið er í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík dag á fimm stöðum m.a. í Valhöll. Visir/Sigurjón

Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn voru 3.700 manns búnir að kjósa í gær í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og er það betri kjörsókn en 2016. Hart er barist um efstu sætin en prófkjörinu lýkur í dag.

Þrettán frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu sex konur og sjö karlar. Kosið er um 6-8 efstu sætin.

 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækjast bæði eftir fyrsta sætinu. 

Það er barist um fleiri sæti en alþingismennirnir Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson sækjast bæði eftir 2 sæti. Birgir Ármannsson alþingismaður sækist eftir 2.-3. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra sækist eftir 3. sæti. Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra sækist eftir 3.-4. sæti. Það gerir líka Kjartan Magnússon ráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi. 

Friðjón R Friðjónsson, framkvæmdastjóri sækist eftir fjórða sæti líkt og Ingibjörg H. Sverrisdóttir ferðaráðgjafi og eldri borgari og Herdís Anna Þorvaldsdóttir, athafnakona og varaþingmaður gefur kost á sér í 4. – 5. sæti. 

Prófkjörinu lýkur klukkan sex í dag og búist er við fyrstu niðurstöðum um kvöldmatarleitið samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn.


Tengdar fréttir

Ás­laug og Guð­laugur ó­sam­mála um niður­stöðu yfir­kjör­stjórnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti.

Athugasemdirnar hafi átt rétt á sér og verið staðfestar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og frambjóðandi í fyrsta sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að athugasemdir framboðs hans, vegna gruns um að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni, hafi átt rétt á sér. Enda hafi komið fram í skoðun yfirkjörstjórnar að ekki hafi verið lokað fyrir aðgang Magnúsar fyrr en þriðjudaginn 1. júní.

Kvartað undan bróður Ás­laugar til yfir­kjör­stjórnar

Kvartað hefur verið til yfir­kjör­stjórnar Sjálf­stæðis­flokksins vegna próf­kjörs flokksins í Reykja­vík vegna gruns um að bróðir dóms­mála­ráð­herra hafi nýtt sér beinan að­gang að fé­laga­skrá flokksins í próf­kjörs­bar­áttunni sem nú stendur yfir í Reykja­vík.

Brynjar stefnir á annað sætið í Reykja­vík

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og vill vera í framvarðasveit flokksins í Reykjavík, eins og hann orðar það. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.