Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2021 11:17 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða. Vísir/Vilhelm Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar kemur fram að utanríkis- og viðskiptaráðherrar, Íslands, Bretlands, Noregs og Liechtenstein muni eiga fjarfund muni koma saman til fjarfundar í hádeginu til að staðfesta formlega að samkomulag hafi náðst um fríverslunarsamning til framtíðar. „Nýr fríverslunarsamningur við Bretland hefur verið forgangsmál í ráðherratíð minni og mun skipta sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki og neytendur. Ég hef lagt mikla áherslu á að tryggja gott framtíðarsamband við Bretland eftir útgönguna úr Evrópusambandinu og ég er sannfærður um að þessi samningur muni styrkja efnahags- og vinatengsl Íslands og Bretland um ókomna tíð,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í tilkynningunni. Yfirgripsmikill samningur Þar er samningurinn sagður framsækinn og yfirgripsmikill og að hann nái til flestra sviða viðskipta milli ríkjanna og þeirra reglna sem hafa áhrif á þau. „Í ljósi þess að Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslands og vegna náinna tengsla ríkjanna þótti afar brýnt að ljúka framtíðarsamningi við Bretland á þessum tímapunkti,“ segir í tilkynningunni. Samningurinn er sagður veita gagnkvæman aðgang að mörkuðum samkvæmt ákveðnum skilyrðum þegar kemur að vöruviðskiptum, þjónustuviðskiptum og opinberum innkaupum. Þannig muni íslensk fyrirtæki til að mynda hafa aðgang að opinberum útboðum í Bretlandi. Eins inniheldur samningurinn skuldbindingar á sviði umhverfisverndar og vinnuréttar. Þá er þar að finna kafla um jafnréttismál og valdeflingu kvenna í viðskiptum, en slíkt ákvæði hefur ekki áður verið sett í fríverslunarsamning sem Ísland er aðili að. „Ein helsta áhersla Íslands í viðræðunum um kaflann um sjálfbæra þróun og viðskipti var að kynjajafnrétti yrði gert hátt undir höfði, í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar. Það er því mikið gleðiefni að samningurinn inniheldur ákvæði um efnahagslega valdeflingu kvenna þar sem mikilvægi jafnréttismála og kynjasjónarmiða við framkvæmd hans er áréttað,“ er haft eftir Guðlaugi Þór. Viðbrögð við Brexit Um er að ræða umfangsmikinn samning í samanburði við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert. Viðræður Bretlands og Íslands um fríverslunarsamning hófust í september á síðasta ári og komu til vegna Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Samningaviðræður við Bretland um fríverslunarsamning hófust formlega í september á síðasta ári en viðræðurnar komu til vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Útgangan hafði umtalsverð áhrif á samband Íslands og Bretlands og því nauðsynlegt að endurgera marga samninga á milli ríkjanna þ.m.t. á sviði utanríkisviðskipta. Bráðabirgðasamningur um vöruviðskipti tók gildi um áramótin en nú hefur fríverslunarsamningur náðst til framtíðar. Búist er við að samningurinn verði undirritaður á næstu vikum,“ segir þá í tilkynningunni. Bretland Utanríkismál Skattar og tollar Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar kemur fram að utanríkis- og viðskiptaráðherrar, Íslands, Bretlands, Noregs og Liechtenstein muni eiga fjarfund muni koma saman til fjarfundar í hádeginu til að staðfesta formlega að samkomulag hafi náðst um fríverslunarsamning til framtíðar. „Nýr fríverslunarsamningur við Bretland hefur verið forgangsmál í ráðherratíð minni og mun skipta sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki og neytendur. Ég hef lagt mikla áherslu á að tryggja gott framtíðarsamband við Bretland eftir útgönguna úr Evrópusambandinu og ég er sannfærður um að þessi samningur muni styrkja efnahags- og vinatengsl Íslands og Bretland um ókomna tíð,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í tilkynningunni. Yfirgripsmikill samningur Þar er samningurinn sagður framsækinn og yfirgripsmikill og að hann nái til flestra sviða viðskipta milli ríkjanna og þeirra reglna sem hafa áhrif á þau. „Í ljósi þess að Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslands og vegna náinna tengsla ríkjanna þótti afar brýnt að ljúka framtíðarsamningi við Bretland á þessum tímapunkti,“ segir í tilkynningunni. Samningurinn er sagður veita gagnkvæman aðgang að mörkuðum samkvæmt ákveðnum skilyrðum þegar kemur að vöruviðskiptum, þjónustuviðskiptum og opinberum innkaupum. Þannig muni íslensk fyrirtæki til að mynda hafa aðgang að opinberum útboðum í Bretlandi. Eins inniheldur samningurinn skuldbindingar á sviði umhverfisverndar og vinnuréttar. Þá er þar að finna kafla um jafnréttismál og valdeflingu kvenna í viðskiptum, en slíkt ákvæði hefur ekki áður verið sett í fríverslunarsamning sem Ísland er aðili að. „Ein helsta áhersla Íslands í viðræðunum um kaflann um sjálfbæra þróun og viðskipti var að kynjajafnrétti yrði gert hátt undir höfði, í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar. Það er því mikið gleðiefni að samningurinn inniheldur ákvæði um efnahagslega valdeflingu kvenna þar sem mikilvægi jafnréttismála og kynjasjónarmiða við framkvæmd hans er áréttað,“ er haft eftir Guðlaugi Þór. Viðbrögð við Brexit Um er að ræða umfangsmikinn samning í samanburði við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert. Viðræður Bretlands og Íslands um fríverslunarsamning hófust í september á síðasta ári og komu til vegna Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Samningaviðræður við Bretland um fríverslunarsamning hófust formlega í september á síðasta ári en viðræðurnar komu til vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Útgangan hafði umtalsverð áhrif á samband Íslands og Bretlands og því nauðsynlegt að endurgera marga samninga á milli ríkjanna þ.m.t. á sviði utanríkisviðskipta. Bráðabirgðasamningur um vöruviðskipti tók gildi um áramótin en nú hefur fríverslunarsamningur náðst til framtíðar. Búist er við að samningurinn verði undirritaður á næstu vikum,“ segir þá í tilkynningunni.
Bretland Utanríkismál Skattar og tollar Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira