Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2021 11:17 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða. Vísir/Vilhelm Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar kemur fram að utanríkis- og viðskiptaráðherrar, Íslands, Bretlands, Noregs og Liechtenstein muni eiga fjarfund muni koma saman til fjarfundar í hádeginu til að staðfesta formlega að samkomulag hafi náðst um fríverslunarsamning til framtíðar. „Nýr fríverslunarsamningur við Bretland hefur verið forgangsmál í ráðherratíð minni og mun skipta sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki og neytendur. Ég hef lagt mikla áherslu á að tryggja gott framtíðarsamband við Bretland eftir útgönguna úr Evrópusambandinu og ég er sannfærður um að þessi samningur muni styrkja efnahags- og vinatengsl Íslands og Bretland um ókomna tíð,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í tilkynningunni. Yfirgripsmikill samningur Þar er samningurinn sagður framsækinn og yfirgripsmikill og að hann nái til flestra sviða viðskipta milli ríkjanna og þeirra reglna sem hafa áhrif á þau. „Í ljósi þess að Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslands og vegna náinna tengsla ríkjanna þótti afar brýnt að ljúka framtíðarsamningi við Bretland á þessum tímapunkti,“ segir í tilkynningunni. Samningurinn er sagður veita gagnkvæman aðgang að mörkuðum samkvæmt ákveðnum skilyrðum þegar kemur að vöruviðskiptum, þjónustuviðskiptum og opinberum innkaupum. Þannig muni íslensk fyrirtæki til að mynda hafa aðgang að opinberum útboðum í Bretlandi. Eins inniheldur samningurinn skuldbindingar á sviði umhverfisverndar og vinnuréttar. Þá er þar að finna kafla um jafnréttismál og valdeflingu kvenna í viðskiptum, en slíkt ákvæði hefur ekki áður verið sett í fríverslunarsamning sem Ísland er aðili að. „Ein helsta áhersla Íslands í viðræðunum um kaflann um sjálfbæra þróun og viðskipti var að kynjajafnrétti yrði gert hátt undir höfði, í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar. Það er því mikið gleðiefni að samningurinn inniheldur ákvæði um efnahagslega valdeflingu kvenna þar sem mikilvægi jafnréttismála og kynjasjónarmiða við framkvæmd hans er áréttað,“ er haft eftir Guðlaugi Þór. Viðbrögð við Brexit Um er að ræða umfangsmikinn samning í samanburði við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert. Viðræður Bretlands og Íslands um fríverslunarsamning hófust í september á síðasta ári og komu til vegna Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Samningaviðræður við Bretland um fríverslunarsamning hófust formlega í september á síðasta ári en viðræðurnar komu til vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Útgangan hafði umtalsverð áhrif á samband Íslands og Bretlands og því nauðsynlegt að endurgera marga samninga á milli ríkjanna þ.m.t. á sviði utanríkisviðskipta. Bráðabirgðasamningur um vöruviðskipti tók gildi um áramótin en nú hefur fríverslunarsamningur náðst til framtíðar. Búist er við að samningurinn verði undirritaður á næstu vikum,“ segir þá í tilkynningunni. Bretland Utanríkismál Skattar og tollar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar kemur fram að utanríkis- og viðskiptaráðherrar, Íslands, Bretlands, Noregs og Liechtenstein muni eiga fjarfund muni koma saman til fjarfundar í hádeginu til að staðfesta formlega að samkomulag hafi náðst um fríverslunarsamning til framtíðar. „Nýr fríverslunarsamningur við Bretland hefur verið forgangsmál í ráðherratíð minni og mun skipta sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki og neytendur. Ég hef lagt mikla áherslu á að tryggja gott framtíðarsamband við Bretland eftir útgönguna úr Evrópusambandinu og ég er sannfærður um að þessi samningur muni styrkja efnahags- og vinatengsl Íslands og Bretland um ókomna tíð,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í tilkynningunni. Yfirgripsmikill samningur Þar er samningurinn sagður framsækinn og yfirgripsmikill og að hann nái til flestra sviða viðskipta milli ríkjanna og þeirra reglna sem hafa áhrif á þau. „Í ljósi þess að Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslands og vegna náinna tengsla ríkjanna þótti afar brýnt að ljúka framtíðarsamningi við Bretland á þessum tímapunkti,“ segir í tilkynningunni. Samningurinn er sagður veita gagnkvæman aðgang að mörkuðum samkvæmt ákveðnum skilyrðum þegar kemur að vöruviðskiptum, þjónustuviðskiptum og opinberum innkaupum. Þannig muni íslensk fyrirtæki til að mynda hafa aðgang að opinberum útboðum í Bretlandi. Eins inniheldur samningurinn skuldbindingar á sviði umhverfisverndar og vinnuréttar. Þá er þar að finna kafla um jafnréttismál og valdeflingu kvenna í viðskiptum, en slíkt ákvæði hefur ekki áður verið sett í fríverslunarsamning sem Ísland er aðili að. „Ein helsta áhersla Íslands í viðræðunum um kaflann um sjálfbæra þróun og viðskipti var að kynjajafnrétti yrði gert hátt undir höfði, í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar. Það er því mikið gleðiefni að samningurinn inniheldur ákvæði um efnahagslega valdeflingu kvenna þar sem mikilvægi jafnréttismála og kynjasjónarmiða við framkvæmd hans er áréttað,“ er haft eftir Guðlaugi Þór. Viðbrögð við Brexit Um er að ræða umfangsmikinn samning í samanburði við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert. Viðræður Bretlands og Íslands um fríverslunarsamning hófust í september á síðasta ári og komu til vegna Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Samningaviðræður við Bretland um fríverslunarsamning hófust formlega í september á síðasta ári en viðræðurnar komu til vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Útgangan hafði umtalsverð áhrif á samband Íslands og Bretlands og því nauðsynlegt að endurgera marga samninga á milli ríkjanna þ.m.t. á sviði utanríkisviðskipta. Bráðabirgðasamningur um vöruviðskipti tók gildi um áramótin en nú hefur fríverslunarsamningur náðst til framtíðar. Búist er við að samningurinn verði undirritaður á næstu vikum,“ segir þá í tilkynningunni.
Bretland Utanríkismál Skattar og tollar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira