Innlent

Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu. 

Um er að ræða hóp umsækjenda um alþjóðlega vernd sem býr í sama búsetuúrræðinu. 

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir rakningu smitsins ganga vel og þá ætti raðgreining að liggja fyrir á næstu dögum.

47 eru í einangrun og 199 í sóttkví.

Yfir 101 þúsund Íslendingar hafa verið fullbólusettir gegn Covid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×