„Hann hoppaði upp á þennan stall með glóandi hraunið undir sér“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 18:16 Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Hann varð vitni að karlmanni stíga upp á storknað hraun í Geldingadal en undir því vall logandi hraunið fram. Vísir/Aðsend Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, var staddur við gosstöðvarnar í Geldingadal rétt fyrir klukkan hálf tvö í nótt þegar hann varð vitni að því að karlmaður steig upp á hraunið sem vall úr eldfjallinu. Undir storknuðum pallinum, sem maðurinn stóð á, má sjá glóandi hraun vella fram. „Ég var bara þarna við hraunjaðarinn að mynda og sá hann vera að tala við konuna sína, þau voru eiginlega aðeins að rífast, og svo hoppaði hann upp á þennan stall til að komast upp á hann, með glóandi hraunið undir sér. Það var eiginlega klikkaðra en það sem sést í myndbandinu,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa staðið ofan á hrauninu í um mínútu til þess að konan hans gæti tekið myndir af honum. „Þau vildu bara ná fullkominni mynd og mér sýndist þau taka nokkrar myndir. Þegar maður lendir í svona aðstæðum fattar maður eiginlega ekki hvað þetta er fáránlegt, ég stóð bara þarna og starði á þau og fattaði ekki fáránleikann við þetta fyrr en ég horfði aftur á myndbandið eftir á,“ segir Hermann. „Ég var bara orðlaus. Ég var að taka myndband af hrauninu en beindi símanum strax að þeim þegar ég tók eftir þessu og horfði á þetta gáttaður,“ segir Hermann. View this post on Instagram A post shared by Hermann Helguson (@hemmi90) Sem leiðsögumaður hefur Hermann komið nokkrum sinnum að gosinu en þetta var í tíunda skiptið sem hann kom þangað frá því að gosið hófst. Hann segist hafa orðið vitni að ýmsu við gosstöðvarnar en engu þessu líku. „Þegar maður fór að gosinu til að byrja með sá maður ansi mikið af illa útbúnu fólki en það var helst það sem maður sá. Kannski líka fólk sem hefur farið frekar nálægt hraunjaðrinum þegar er nokkuð hár veggur af storknuðu hrauni en ekkert nálægt þessu,“ segir Hermann. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 31. maí 2021 11:49 Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. 3. maí 2021 13:47 Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Ég var bara þarna við hraunjaðarinn að mynda og sá hann vera að tala við konuna sína, þau voru eiginlega aðeins að rífast, og svo hoppaði hann upp á þennan stall til að komast upp á hann, með glóandi hraunið undir sér. Það var eiginlega klikkaðra en það sem sést í myndbandinu,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa staðið ofan á hrauninu í um mínútu til þess að konan hans gæti tekið myndir af honum. „Þau vildu bara ná fullkominni mynd og mér sýndist þau taka nokkrar myndir. Þegar maður lendir í svona aðstæðum fattar maður eiginlega ekki hvað þetta er fáránlegt, ég stóð bara þarna og starði á þau og fattaði ekki fáránleikann við þetta fyrr en ég horfði aftur á myndbandið eftir á,“ segir Hermann. „Ég var bara orðlaus. Ég var að taka myndband af hrauninu en beindi símanum strax að þeim þegar ég tók eftir þessu og horfði á þetta gáttaður,“ segir Hermann. View this post on Instagram A post shared by Hermann Helguson (@hemmi90) Sem leiðsögumaður hefur Hermann komið nokkrum sinnum að gosinu en þetta var í tíunda skiptið sem hann kom þangað frá því að gosið hófst. Hann segist hafa orðið vitni að ýmsu við gosstöðvarnar en engu þessu líku. „Þegar maður fór að gosinu til að byrja með sá maður ansi mikið af illa útbúnu fólki en það var helst það sem maður sá. Kannski líka fólk sem hefur farið frekar nálægt hraunjaðrinum þegar er nokkuð hár veggur af storknuðu hrauni en ekkert nálægt þessu,“ segir Hermann.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 31. maí 2021 11:49 Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. 3. maí 2021 13:47 Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 31. maí 2021 11:49
Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. 3. maí 2021 13:47
Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37