Sigmundur Davíð vill feta flóttamannaleið Dana Heimir Már Pétursson skrifar 3. júní 2021 19:46 Formaður Miðflokksins hvetur íslensk stjórnvöld að fara sömu leið og Danir, sem samþykktu lög í dag sem heimila að hælisleitendur verði vistaðir í öðru landi á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið hafa áhyggjur af stefnu Dana. Danska þingið samþykkti frumvarp Mette Frederiksen forsætisráðherra í morgun og hafa dönsk stjórnvöld tekið upp viðræður við nokkur afríkuríki um að vista hælisleitendur fyrir sig. Lögin koma þó ekki til framkvæmda fyrr en búið er að móta reglugerð um málið. Markmiðið er að enginn dvelji í Danmörku eftir að hafa sótt þar um hæli en verði fluttir í móttökumiðstöðvar íþriðja landi. „Ekki hvað síst er markmiðið að koma í veg fyrir að Danmörk verði áfram áfangastaður glæpagengja sem selja fólki ferðir til Evrópu og vonir um betra líf. Danir vilja beina öllum inn í öryggari og löglega leið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mikilvægt að samræmdar reglur gildi á milli landa í málefnum hælisleitenda.Vísir/Vilhelm Hann spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra hvort til greina kæmi að vinna með Dönum að svipaðri útfærslu mála hér á landi. Ráðherra sagði stöðu þessarra mála geta verið betri og ná þyrfti breiðari samstöðu um þau í allri Evrópu. „Og staðan innan Evrópu þurfi að ná bæði meiri samstöðu og árangri svo það skili sér fyrir fólk sem er á flótta sem eru mjög margir. Við erum að sjá yfir tuttugu og sex milljónir manna á flótta í heiminum,“ sagði Áslaug Arna. Flóttamannastofnun Sameinuðuþjóðanna hefur lýst áhyggjum vegna dönsku löggjafarinnar og í dag tók framkvæmdastjóri málaflokksins innan Evrópusambandsins undir þær áhyggjur. Adalbert Jahnz framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá Evrópusambandinu segir hættu á að stefna Dana grafi undan undirstöðum alþjóðlega verndarkerfisins fyrir flóttamenn. „Vinnsla hælisumsókna í þriðja ríki vekur upp grundvallarspurningar bæði um aðgang að hælisferli og virkan aðgang að vernd. Það er ekki hægt samkvæmt núverandi ESB-reglum eða tillögum að nýjum samningnum um fólksflutninga og hæli," segir Jahnz. Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Danska þingið samþykkti frumvarp Mette Frederiksen forsætisráðherra í morgun og hafa dönsk stjórnvöld tekið upp viðræður við nokkur afríkuríki um að vista hælisleitendur fyrir sig. Lögin koma þó ekki til framkvæmda fyrr en búið er að móta reglugerð um málið. Markmiðið er að enginn dvelji í Danmörku eftir að hafa sótt þar um hæli en verði fluttir í móttökumiðstöðvar íþriðja landi. „Ekki hvað síst er markmiðið að koma í veg fyrir að Danmörk verði áfram áfangastaður glæpagengja sem selja fólki ferðir til Evrópu og vonir um betra líf. Danir vilja beina öllum inn í öryggari og löglega leið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mikilvægt að samræmdar reglur gildi á milli landa í málefnum hælisleitenda.Vísir/Vilhelm Hann spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra hvort til greina kæmi að vinna með Dönum að svipaðri útfærslu mála hér á landi. Ráðherra sagði stöðu þessarra mála geta verið betri og ná þyrfti breiðari samstöðu um þau í allri Evrópu. „Og staðan innan Evrópu þurfi að ná bæði meiri samstöðu og árangri svo það skili sér fyrir fólk sem er á flótta sem eru mjög margir. Við erum að sjá yfir tuttugu og sex milljónir manna á flótta í heiminum,“ sagði Áslaug Arna. Flóttamannastofnun Sameinuðuþjóðanna hefur lýst áhyggjum vegna dönsku löggjafarinnar og í dag tók framkvæmdastjóri málaflokksins innan Evrópusambandsins undir þær áhyggjur. Adalbert Jahnz framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá Evrópusambandinu segir hættu á að stefna Dana grafi undan undirstöðum alþjóðlega verndarkerfisins fyrir flóttamenn. „Vinnsla hælisumsókna í þriðja ríki vekur upp grundvallarspurningar bæði um aðgang að hælisferli og virkan aðgang að vernd. Það er ekki hægt samkvæmt núverandi ESB-reglum eða tillögum að nýjum samningnum um fólksflutninga og hæli," segir Jahnz.
Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira