Disney+ byrjuð að setja inn myndir á íslensku Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. júní 2021 16:54 Disney+ hefur nú gert að minnsta kosti tíu kvikmyndir aðgengilegar með íslensku tali. Samsett Streymisveitan Disney+ hefur orðið við beiðni Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra um að bjóða upp á efni með íslenskri talsetningu. Nú eru myndir á borð við Aladdin, Ísöld og Herkúles í boði með íslensku tali. Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson gagnrýndi það á Twitter í byrjun árs að streymisveitan Disney+ byði ekki upp á íslenskt tal á efni sínu, þar sem íslenska talsetningin væri svo sannarlega til. Þá benti hann á mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu. Fjöldi fólks tók undir innlegg Jóhannesar. Hey @disneyplus why would you sell subscriptions in a region (Iceland to be specific) without making the subtitles and audio for that region available? Why oh why? Iceland has dubbed Disney features and TV shows for decades. You own it, you have it. Please make it available.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra brást við umræðunni með því að senda bréf til Bob Chapek, forstjóra Disney, þar sem hún skoraði á Disney+ að gera efnið aðgengilegt á íslensku. Menntamálaráðherra barst svar frá Disney samsteypunni í byrjun febrúar. Þar tjáði Hans van Rijn, umsjónarmaður Disney+ á Norðurlöndunum, Lilju að málið væri í vinnslu. Vinsælar myndir á borð við Lion King, Toy Story, Frozen, Wall-E, Cars og Coco yrðu aðgengilegar á íslensku. Hann taldi að vinnan tæki nokkra mánuði. Að minnsta kosti tíu myndir aðgengilegar á íslensku Margir glöddust yfir því í dag að sjá að minnsta kosti tíu myndir eru nú aðgengilegar með íslensku tali. Það eru myndirnar Aladdin, Ísöld, Herkúles, Moana, Incredibles, Zootropolis, Bílar, Ríó 2 og Epic, ásamt myndinni Soul sem lengi vel var eina myndin á veitunni sem var aðgengileg á íslensku. Athygli vekur að þetta eru þó ekki þær myndir sem van Rijn taldi upp í svari sínu og því má ætla að fleiri myndir séu væntanlegar með íslensku tali á næstunni. Fréttastofa hefur sent Disney+ fyrirspurn vegna málsins. Disney Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 8. febrúar 2021 18:11 Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1. febrúar 2021 18:41 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson gagnrýndi það á Twitter í byrjun árs að streymisveitan Disney+ byði ekki upp á íslenskt tal á efni sínu, þar sem íslenska talsetningin væri svo sannarlega til. Þá benti hann á mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu. Fjöldi fólks tók undir innlegg Jóhannesar. Hey @disneyplus why would you sell subscriptions in a region (Iceland to be specific) without making the subtitles and audio for that region available? Why oh why? Iceland has dubbed Disney features and TV shows for decades. You own it, you have it. Please make it available.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra brást við umræðunni með því að senda bréf til Bob Chapek, forstjóra Disney, þar sem hún skoraði á Disney+ að gera efnið aðgengilegt á íslensku. Menntamálaráðherra barst svar frá Disney samsteypunni í byrjun febrúar. Þar tjáði Hans van Rijn, umsjónarmaður Disney+ á Norðurlöndunum, Lilju að málið væri í vinnslu. Vinsælar myndir á borð við Lion King, Toy Story, Frozen, Wall-E, Cars og Coco yrðu aðgengilegar á íslensku. Hann taldi að vinnan tæki nokkra mánuði. Að minnsta kosti tíu myndir aðgengilegar á íslensku Margir glöddust yfir því í dag að sjá að minnsta kosti tíu myndir eru nú aðgengilegar með íslensku tali. Það eru myndirnar Aladdin, Ísöld, Herkúles, Moana, Incredibles, Zootropolis, Bílar, Ríó 2 og Epic, ásamt myndinni Soul sem lengi vel var eina myndin á veitunni sem var aðgengileg á íslensku. Athygli vekur að þetta eru þó ekki þær myndir sem van Rijn taldi upp í svari sínu og því má ætla að fleiri myndir séu væntanlegar með íslensku tali á næstunni. Fréttastofa hefur sent Disney+ fyrirspurn vegna málsins.
Disney Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 8. febrúar 2021 18:11 Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1. febrúar 2021 18:41 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 8. febrúar 2021 18:11
Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1. febrúar 2021 18:41