Sólmyrkvi sjáanlegur á öllu landinu í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2021 08:01 Deildarmyrkvi sem varð á sólu 21. ágúst 2017. Myrkvinn sem verður 10. júní verður sá stærsti frá þeim stóra í mars 2015. Sævar Helgi Bragason Deildarmyrkvi á sólu sést alls staðar á Íslandi ef veður leyfir að morgni fimmtudagsins 10. júní. Þegar mest lætur hylur tunglið 69% af skífu sólarinnar frá Reykjavík séð. Þetta verður mesti sómyrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá því í mars árið 2015. Þá huldi tunglið hins vegar mun meira af sólinni, 97%. Í höfuðborginni hefst deildarmyrkvinn klukkan 9:06 að morgni þegar tunglið byrjar að ganga inn fyrir skífu sólarinnar á himninum. Myrkvinn nær hámarki klukkan 10:17 og verður hann aðeins meiri séð frá vestanverðu landinu en austanverðu. Á Austurlandi skyggir tunglið á 66% sólarinnar, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33 í Reyjavík en tímasetningarnar eru örlítið mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Til að berja myrkvann augum þarf hlífðarbúnað eins og sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika. Sólmyrkvar sem þessi verða þegar tunglið gengur á milli sólar og jarðar. Vestan við Ísland verður svonefndur hringmyrkvi en þeir verða þegar tunglið er aðeins of langt frá jörðinni til þess að hylja alla skífu sólarinnar. Þá sést þunnur ljóshringur í kringum tunglið. Hringmyrkvi gengur yfir Kanada, Grænland, norðurpólinn og Rússland en heppilegasti staðurinn til að berja hann augum er nyrst á Grænlandi. Fimm ár eru þar til almyrkvi sést á sólu frá Íslandi, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést frá Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést frá Reykjavík frá 17. júní árið 1433. Tímasetningar fyrir einstaka staði á Íslandi (námundað að næstu heilu mínútu): Reykjavík 69% Myrkvi hefst: 09:06 Myrkvi í hámarki: 10:17 Myrkva lýkur: 11:33 Stykkishólmur 71% Myrkvi hefst: 09:08 Myrkvi í hámarki: 10:19 Myrkva lýkur: 11:34 Ísafjörður 73% Myrkvi hefst: 09:09 Myrkvi í hámarki: 10:20 Myrkva lýkur: 11:36 Akureyri 69% Myrkvi hefst: 09:11 Myrkvi í hámarki: 10:23 Myrkva lýkur: 11:38 Egilsstaðir 66% Myrkvi hefst: 09:12 Myrkvi í hámarki: 10:24 Myrkva lýkur: 11:41 Höfn í Hornafirði 65% Myrkvi hefst: 09:10 Myrkvi í hámarki: 10:22 Myrkva lýkur: 11:38 Geimurinn Tunglið Sólin Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Þetta verður mesti sómyrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá því í mars árið 2015. Þá huldi tunglið hins vegar mun meira af sólinni, 97%. Í höfuðborginni hefst deildarmyrkvinn klukkan 9:06 að morgni þegar tunglið byrjar að ganga inn fyrir skífu sólarinnar á himninum. Myrkvinn nær hámarki klukkan 10:17 og verður hann aðeins meiri séð frá vestanverðu landinu en austanverðu. Á Austurlandi skyggir tunglið á 66% sólarinnar, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33 í Reyjavík en tímasetningarnar eru örlítið mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Til að berja myrkvann augum þarf hlífðarbúnað eins og sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika. Sólmyrkvar sem þessi verða þegar tunglið gengur á milli sólar og jarðar. Vestan við Ísland verður svonefndur hringmyrkvi en þeir verða þegar tunglið er aðeins of langt frá jörðinni til þess að hylja alla skífu sólarinnar. Þá sést þunnur ljóshringur í kringum tunglið. Hringmyrkvi gengur yfir Kanada, Grænland, norðurpólinn og Rússland en heppilegasti staðurinn til að berja hann augum er nyrst á Grænlandi. Fimm ár eru þar til almyrkvi sést á sólu frá Íslandi, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést frá Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést frá Reykjavík frá 17. júní árið 1433. Tímasetningar fyrir einstaka staði á Íslandi (námundað að næstu heilu mínútu): Reykjavík 69% Myrkvi hefst: 09:06 Myrkvi í hámarki: 10:17 Myrkva lýkur: 11:33 Stykkishólmur 71% Myrkvi hefst: 09:08 Myrkvi í hámarki: 10:19 Myrkva lýkur: 11:34 Ísafjörður 73% Myrkvi hefst: 09:09 Myrkvi í hámarki: 10:20 Myrkva lýkur: 11:36 Akureyri 69% Myrkvi hefst: 09:11 Myrkvi í hámarki: 10:23 Myrkva lýkur: 11:38 Egilsstaðir 66% Myrkvi hefst: 09:12 Myrkvi í hámarki: 10:24 Myrkva lýkur: 11:41 Höfn í Hornafirði 65% Myrkvi hefst: 09:10 Myrkvi í hámarki: 10:22 Myrkva lýkur: 11:38
Geimurinn Tunglið Sólin Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira