Sólmyrkvi sjáanlegur á öllu landinu í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2021 08:01 Deildarmyrkvi sem varð á sólu 21. ágúst 2017. Myrkvinn sem verður 10. júní verður sá stærsti frá þeim stóra í mars 2015. Sævar Helgi Bragason Deildarmyrkvi á sólu sést alls staðar á Íslandi ef veður leyfir að morgni fimmtudagsins 10. júní. Þegar mest lætur hylur tunglið 69% af skífu sólarinnar frá Reykjavík séð. Þetta verður mesti sómyrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá því í mars árið 2015. Þá huldi tunglið hins vegar mun meira af sólinni, 97%. Í höfuðborginni hefst deildarmyrkvinn klukkan 9:06 að morgni þegar tunglið byrjar að ganga inn fyrir skífu sólarinnar á himninum. Myrkvinn nær hámarki klukkan 10:17 og verður hann aðeins meiri séð frá vestanverðu landinu en austanverðu. Á Austurlandi skyggir tunglið á 66% sólarinnar, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33 í Reyjavík en tímasetningarnar eru örlítið mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Til að berja myrkvann augum þarf hlífðarbúnað eins og sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika. Sólmyrkvar sem þessi verða þegar tunglið gengur á milli sólar og jarðar. Vestan við Ísland verður svonefndur hringmyrkvi en þeir verða þegar tunglið er aðeins of langt frá jörðinni til þess að hylja alla skífu sólarinnar. Þá sést þunnur ljóshringur í kringum tunglið. Hringmyrkvi gengur yfir Kanada, Grænland, norðurpólinn og Rússland en heppilegasti staðurinn til að berja hann augum er nyrst á Grænlandi. Fimm ár eru þar til almyrkvi sést á sólu frá Íslandi, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést frá Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést frá Reykjavík frá 17. júní árið 1433. Tímasetningar fyrir einstaka staði á Íslandi (námundað að næstu heilu mínútu): Reykjavík 69% Myrkvi hefst: 09:06 Myrkvi í hámarki: 10:17 Myrkva lýkur: 11:33 Stykkishólmur 71% Myrkvi hefst: 09:08 Myrkvi í hámarki: 10:19 Myrkva lýkur: 11:34 Ísafjörður 73% Myrkvi hefst: 09:09 Myrkvi í hámarki: 10:20 Myrkva lýkur: 11:36 Akureyri 69% Myrkvi hefst: 09:11 Myrkvi í hámarki: 10:23 Myrkva lýkur: 11:38 Egilsstaðir 66% Myrkvi hefst: 09:12 Myrkvi í hámarki: 10:24 Myrkva lýkur: 11:41 Höfn í Hornafirði 65% Myrkvi hefst: 09:10 Myrkvi í hámarki: 10:22 Myrkva lýkur: 11:38 Geimurinn Tunglið Sólin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þetta verður mesti sómyrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá því í mars árið 2015. Þá huldi tunglið hins vegar mun meira af sólinni, 97%. Í höfuðborginni hefst deildarmyrkvinn klukkan 9:06 að morgni þegar tunglið byrjar að ganga inn fyrir skífu sólarinnar á himninum. Myrkvinn nær hámarki klukkan 10:17 og verður hann aðeins meiri séð frá vestanverðu landinu en austanverðu. Á Austurlandi skyggir tunglið á 66% sólarinnar, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33 í Reyjavík en tímasetningarnar eru örlítið mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Til að berja myrkvann augum þarf hlífðarbúnað eins og sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika. Sólmyrkvar sem þessi verða þegar tunglið gengur á milli sólar og jarðar. Vestan við Ísland verður svonefndur hringmyrkvi en þeir verða þegar tunglið er aðeins of langt frá jörðinni til þess að hylja alla skífu sólarinnar. Þá sést þunnur ljóshringur í kringum tunglið. Hringmyrkvi gengur yfir Kanada, Grænland, norðurpólinn og Rússland en heppilegasti staðurinn til að berja hann augum er nyrst á Grænlandi. Fimm ár eru þar til almyrkvi sést á sólu frá Íslandi, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést frá Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést frá Reykjavík frá 17. júní árið 1433. Tímasetningar fyrir einstaka staði á Íslandi (námundað að næstu heilu mínútu): Reykjavík 69% Myrkvi hefst: 09:06 Myrkvi í hámarki: 10:17 Myrkva lýkur: 11:33 Stykkishólmur 71% Myrkvi hefst: 09:08 Myrkvi í hámarki: 10:19 Myrkva lýkur: 11:34 Ísafjörður 73% Myrkvi hefst: 09:09 Myrkvi í hámarki: 10:20 Myrkva lýkur: 11:36 Akureyri 69% Myrkvi hefst: 09:11 Myrkvi í hámarki: 10:23 Myrkva lýkur: 11:38 Egilsstaðir 66% Myrkvi hefst: 09:12 Myrkvi í hámarki: 10:24 Myrkva lýkur: 11:41 Höfn í Hornafirði 65% Myrkvi hefst: 09:10 Myrkvi í hámarki: 10:22 Myrkva lýkur: 11:38
Geimurinn Tunglið Sólin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira