Lífið

Elísabet Ormslev á von á barni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Elísabet Ormslev og Kári Sindrason eiga von á barni.
Elísabet Ormslev og Kári Sindrason eiga von á barni. Instagram/@elisabetormslev

Söngkonan Elísabet Ormslev tilkynnti um helgina að hún á von á barni með kærasta sínum Sindra Kárasyni. 

Barnið er væntanlegt í heiminn í desember á þessu ári. Þetta er fyrsta barn Elísabetar en Sindri á barn fyrir úr fyrra sambandi. Svo þarf bara að koma í ljós hvaða ættarnafn barnið fær, en ef marka má færslu Elísabetar þá er úr nógu að velja. 

„Lítið krútt væntanlegt í desember. Hvaða ættarnafn verður fyrir valinu kemur í ljós síðar en Michelsen, Ormslev, Möller, Petersen eða Knudsen koma til greina.“


Tengdar fréttir

Elísabet Ormslev og Sindri nýtt par

„Það verður að segjast að það er extra skemmtilegt að fara inn í 2021 með þessum. Gleðilegt nýtt ár elsku vinir og takk fyrir það liðna,“ skrifar söngkonan Elísabet Ormslev í færslu á Facebook.

Jólaballaðan All I Want For Christmas í mögnuðum flutningi Elísabetar Ormslev

Mikið var um dýrðir í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg með Ingó Veðurguði á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þátturinn var extra langur í þetta skipti og voru gestirnir mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev, stórsöngvararnir Eyjólfur Kristjáns og Bjarni Ara ásamt söngkonunum Rósu Björgu Ómarsdóttur og Þórdísi Imsland.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.