Innlent

Flutti úti­vistar­mann frá Vest­fjörðum og á Land­spítala

Atli Ísleifsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ. Myndin er úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að flytja útivistarmann frá Vestfjörðum og á Landspítalann á öðrum tímanum í dag.

Á vef RÚV segir að maðurinn hafi verið í hópi útivistarfólks í Ósafirði fyrir botni Patreksfjarðar þar sem hann missti meðvitund.

Þyrlan var við æfingar á Vestfjörðum þegar kallið barst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×