Innlent

Guð­rún leiðir þegar tæpur helmingur er talinn

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Guðrún er með forskot á Vilhjálm eftir talningu fyrstu þúsund atkvæða í kjördæminu.
Guðrún er með forskot á Vilhjálm eftir talningu fyrstu þúsund atkvæða í kjördæminu. vísir

Guð­rún Haf­steins­dóttir er efst í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Suður­kjör­dæmi þegar tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. Sitjandi þing­maður flokksins, Vil­hjálmur Árna­son, er í öðru sæti miðað við nýjustu tölur.

Þegar tvö þúsund atkvæði hafa verið talin Guð­rún er með 1.049 at­kvæði í fyrsta sætið en Vil­hjálmur er með 1.093 at­kvæði í fyrsta og annað sætið. Bæði sóttust þau eftir að leiða listann.

Guð­rún er fyrr­verandi for­maður Sam­taka iðnaðarins og markaðs­stjóri Kjöríss.

Í þriðja sæti er annar sitjandi þing­maður flokksins, Ás­mundur Frið­riks­son, með 993 at­kvæði saman­lagt í fyrsta til þriðja sæti. Í því fjórða er Björg­vin Jóhannes­son og Ing­veldur Anna Sigurðar­dóttir í því fimmta.

Enn á eftir að telja alla­vega rúm­lega þrjú þúsund at­kvæði og er því engan veginn ljóst hvernig endan­legur listi mun líta út. Próf­kjörið stóð yfir í dag en klukkan 17:20 höfðu 4.160 manns kosið. Flestir kjör­staðir lokuðu klukkan 18.

Fréttin var uppfærð klukkan 23:30 eftir að næstu tölur komu inn. Sætin á listanum breyttust ekkert eftir að næstu þúsund atkvæði höfðu verið talin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×