Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum greinum við frá fyrstu viðskiptunum með fiskvinnslufyrirtæki í Kauphöll íslands í rúm tuttugu ár og fyrsta nýja fyrirtækinu þar í tvö ár. Sóttvarnayfirvöld lýsa áhyggjum vegna komandi helgi í tengslum við nýtt hópsmit kórónuveirunnar sem heldur áfram að dreifa úr sér.

Við segjum einnig frá miklum skorti á nýju íbúðahúsnæði en byggingamarkaðurinn nær ekki að halda í við eftirspurnina. Þörf er á þrjátíu þúsund íbúðum á næsta áratug. 

Þá sláumst við í för með Guðbergi Bergssyni rithöfundi þar sem hann skoðar hruanjaðarinn við Nátthaga þar sem hann smalaði kúm á sínum yngri árum. Hann sagðist ætla að láta hrauna yfir sig.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×