Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. maí 2021 17:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki staðfestu í morgun áform um fyrirhugaða sölu á hlut í Íslandsbanka. Þar kemur fram að hlutafjárútboð geti að óbreyttu farið fram fyrir lok næsta mánaðar. Fjármálaráðherra segir vinnu við útboðslýsingu á lokametrunum og að í kjölfarið fari fram kynningar fyrir fjárfesta. „Ég tel að þetta ferli geti klárast í júnímánuði. Þannig er tímalínan og hún virðist ætla að halda,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hvenær í júní? „Rétt í kringum miðjan júní eða upp úr því.“ Stjórn bankans mun óska eftir því að allt hlutafé bankans verði skráð á markað í kauphöllinni en 25 til 35 prósenta hlutur verður boðinn til sölu í útboðinu sem fer fram í tveimur hlutum. Annars vegar til íslenskra fagfjárfesta og almennings og hins vegar í lokuðu útboði til erlendra fjárfesta. „Eftir því sem mér sýnist er verið að láta reyna á möguleikann til þess að fá áhuga að utan en ég held að við séum hér fyrst og fremst að horfa til heimamarkaðarins,“ segir Bjarni. Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars og fjórðungshlutur gæti því skilað ríkissjóði um 45 milljörðum króna. Bjarni leggur áherslu á dreift eignarhald og að viðmið um tilboðsfjárhæðir verði ekki of ströng. Við erum auðvitað að vonast eftir því að það verði áhugi hér innanlands, meðal annars hjá almenningi. Línan sem kom héðan frá þinginu var meðal annars sú að það mætti ekki vera of há viðmið um það hversu há eða lág tilboðin þyrftu að vera. Það megi vera með mjög lág tilboð og geta þannig tekið þátt. Þá erum við að tala um í hundrað þúsundum króna eða allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Þetta eru atriðin sem er verið að fínpússa um þessar mundir.“ Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars.vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu Bankasýslunnar má ekki selja frekari hlut í bankanum fyrr en að 180 dögum liðnum eftir fyrsta viðskiptadag hlutabréfanna í kauphöllinni. Bjarni segir ákvörðun um frekari sölu og næstu skref því vera í höndum næstu ríkisstjórnar. „En ég hef lengi haft þá sýn sjálfur að við ættum að nota fyrsta tækifæri til þess að draga úr eignarhaldi ríkisins á Íslandsbanka og svo erum við með þessa eigendastefnu fyrir Landsbankann um að vera áfram ráðandi eigandi þar.“ Bjarni telur markaðsaðstæður góðar til bankasölu. „Aðstæður hafa breyst ótrúlega á einu ári og ástæðan fyrir því að við ákváðum að stíga þetta skref og láta reyna á þetta að þessu sinni er sú að markaðir hafa verið að hækka mjög verulega og það hefur birt til, dálítið óvænt inni í covid-ástandinu. Þetta virðst hafa haldið ágætlega og þetta er því að ganga eftir og þess vegna kom þessi tilkynning í dag um að menn sjái ekki annað en að það geti gengið eftir að hægt verði að skrá bankann.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki staðfestu í morgun áform um fyrirhugaða sölu á hlut í Íslandsbanka. Þar kemur fram að hlutafjárútboð geti að óbreyttu farið fram fyrir lok næsta mánaðar. Fjármálaráðherra segir vinnu við útboðslýsingu á lokametrunum og að í kjölfarið fari fram kynningar fyrir fjárfesta. „Ég tel að þetta ferli geti klárast í júnímánuði. Þannig er tímalínan og hún virðist ætla að halda,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hvenær í júní? „Rétt í kringum miðjan júní eða upp úr því.“ Stjórn bankans mun óska eftir því að allt hlutafé bankans verði skráð á markað í kauphöllinni en 25 til 35 prósenta hlutur verður boðinn til sölu í útboðinu sem fer fram í tveimur hlutum. Annars vegar til íslenskra fagfjárfesta og almennings og hins vegar í lokuðu útboði til erlendra fjárfesta. „Eftir því sem mér sýnist er verið að láta reyna á möguleikann til þess að fá áhuga að utan en ég held að við séum hér fyrst og fremst að horfa til heimamarkaðarins,“ segir Bjarni. Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars og fjórðungshlutur gæti því skilað ríkissjóði um 45 milljörðum króna. Bjarni leggur áherslu á dreift eignarhald og að viðmið um tilboðsfjárhæðir verði ekki of ströng. Við erum auðvitað að vonast eftir því að það verði áhugi hér innanlands, meðal annars hjá almenningi. Línan sem kom héðan frá þinginu var meðal annars sú að það mætti ekki vera of há viðmið um það hversu há eða lág tilboðin þyrftu að vera. Það megi vera með mjög lág tilboð og geta þannig tekið þátt. Þá erum við að tala um í hundrað þúsundum króna eða allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Þetta eru atriðin sem er verið að fínpússa um þessar mundir.“ Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars.vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu Bankasýslunnar má ekki selja frekari hlut í bankanum fyrr en að 180 dögum liðnum eftir fyrsta viðskiptadag hlutabréfanna í kauphöllinni. Bjarni segir ákvörðun um frekari sölu og næstu skref því vera í höndum næstu ríkisstjórnar. „En ég hef lengi haft þá sýn sjálfur að við ættum að nota fyrsta tækifæri til þess að draga úr eignarhaldi ríkisins á Íslandsbanka og svo erum við með þessa eigendastefnu fyrir Landsbankann um að vera áfram ráðandi eigandi þar.“ Bjarni telur markaðsaðstæður góðar til bankasölu. „Aðstæður hafa breyst ótrúlega á einu ári og ástæðan fyrir því að við ákváðum að stíga þetta skref og láta reyna á þetta að þessu sinni er sú að markaðir hafa verið að hækka mjög verulega og það hefur birt til, dálítið óvænt inni í covid-ástandinu. Þetta virðst hafa haldið ágætlega og þetta er því að ganga eftir og þess vegna kom þessi tilkynning í dag um að menn sjái ekki annað en að það geti gengið eftir að hægt verði að skrá bankann.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira