Menning

Grunn­skóla­kennari í Garðabæ á bók sem Time Magazine vill að þú lesir

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kvika kemur út á ensku í sumar, þá sem Magma.
Kvika kemur út á ensku í sumar, þá sem Magma. aðsend

Skáld­saga Þóru Hjör­leifs­dóttur, Kvika, er ein 36 skáld­sagna sem þú verður að lesa í sumar að mati banda­ríska fjöl­miðilsins Time Magazine. Þar fjallar miðillinn um bækur sem koma út í Banda­ríkjunum í sumar og er ís­lenska höfundinum þar gert hátt undir höfði.

„Ég er bara al­sæl með þetta og eigin­lega trúi þessu ekki,“ segir Þóra í sam­tali við Vísi. Kvika er hennar fyrsta og eina skáld­saga hingað til en hún kom út á Ís­landi árið 2019. Hún hefur nú verið þýdd á ensku og er væntan­leg á bæði breskan og banda­rískan markað í sumar.

For­lag hennar í Banda­ríkjunum hefur þegar dreift sýningar­ein­tökum á fjöl­miðla og gagn­rýn­endur og ó­hætt að segja að um­fjöllun Time sé gott upp­haf á ferlinu. „Já, hún virðist strax vera að fá mjög mikinn með­byr. Það eru komnar góðar um­fjallanir um hana, líka á netinu, áður en hún kemur út.“

Í ársleyfi frá kennslu til að skrifa

Gott gengi bóka í út­löndum hlýtur að vera ein af for­sendum þess að rit­höfundar á Ís­landi geti lifað sæmi­legu lífi, eða hvað? Starfið er ekki sér­stak­lega vel greitt innan­lands en Þóra starfar einnig sem ís­lensku­kennari í Sjá­lands­skóla í Garðabæ.

„Ég bara átta mig ekki alveg á því. Kvika er náttúru­lega bara fyrsta bókin mín og það er held ég bara fá­heyrt að fyrsta verk sé þýtt út. Yfir­leitt er fólk búið að skrifa ó­geðs­lega lengi og loksins þegar það fær ein­hver verð­laun úti í heimi þá fer boltinn að rúlla. Þannig ég bara þekki þetta ekki. Þetta heldur bara á­fram að koma mér skemmti­lega á ó­vart.“

En nú eru tvö ár síðan Kvika kom út. Hvað er næst hjá skáldinu? „Það er alveg eitt­hvað í pípunum,“ segir Þóra en tekur þó fram að það sé eitt­hvað í næstu bók. „Ég tek mér árs­leyfi frá kennslunni núna eftir þetta skóla­ár til að ein­beita mér að því að skrifa.“

Þóra er einnig hluti af ljóðakollektívinu Svikaskáldum. Hópurinn hefur gefið út þrjár ljóðabækur og í haust er von á þeirra fyrstu sameiginlegu skáldsögu. Hún mun heita Olía og kemur út hjá Forlaginu í október. Ásamt Þóru eru skáld­konurnar Fríða Ís­berg, Ragn­heiður Harpa Leifsdóttir, Mel­korka Ólafs­dóttir, Sunna Dís Más­dóttir og Þórdís Helgadóttir með í hópnum.


Tengdar fréttir

Virkja í sér svikaskáldið 

Hópur kvenna sem kallar sig Svikaskáld gefur út ljóðverkið Ég er fagnaðarsöngur og les upp úr því í dag, á kvenréttindadaginn, í Mengi, Óðinsgötu, yfir léttum veitingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×