Grunnskólakennari í Garðabæ á bók sem Time Magazine vill að þú lesir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. maí 2021 13:00 Kvika kemur út á ensku í sumar, þá sem Magma. aðsend Skáldsaga Þóru Hjörleifsdóttur, Kvika, er ein 36 skáldsagna sem þú verður að lesa í sumar að mati bandaríska fjölmiðilsins Time Magazine. Þar fjallar miðillinn um bækur sem koma út í Bandaríkjunum í sumar og er íslenska höfundinum þar gert hátt undir höfði. „Ég er bara alsæl með þetta og eiginlega trúi þessu ekki,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Kvika er hennar fyrsta og eina skáldsaga hingað til en hún kom út á Íslandi árið 2019. Hún hefur nú verið þýdd á ensku og er væntanleg á bæði breskan og bandarískan markað í sumar. Forlag hennar í Bandaríkjunum hefur þegar dreift sýningareintökum á fjölmiðla og gagnrýnendur og óhætt að segja að umfjöllun Time sé gott upphaf á ferlinu. „Já, hún virðist strax vera að fá mjög mikinn meðbyr. Það eru komnar góðar umfjallanir um hana, líka á netinu, áður en hún kemur út.“ Í ársleyfi frá kennslu til að skrifa Gott gengi bóka í útlöndum hlýtur að vera ein af forsendum þess að rithöfundar á Íslandi geti lifað sæmilegu lífi, eða hvað? Starfið er ekki sérstaklega vel greitt innanlands en Þóra starfar einnig sem íslenskukennari í Sjálandsskóla í Garðabæ. „Ég bara átta mig ekki alveg á því. Kvika er náttúrulega bara fyrsta bókin mín og það er held ég bara fáheyrt að fyrsta verk sé þýtt út. Yfirleitt er fólk búið að skrifa ógeðslega lengi og loksins þegar það fær einhver verðlaun úti í heimi þá fer boltinn að rúlla. Þannig ég bara þekki þetta ekki. Þetta heldur bara áfram að koma mér skemmtilega á óvart.“ En nú eru tvö ár síðan Kvika kom út. Hvað er næst hjá skáldinu? „Það er alveg eitthvað í pípunum,“ segir Þóra en tekur þó fram að það sé eitthvað í næstu bók. „Ég tek mér ársleyfi frá kennslunni núna eftir þetta skólaár til að einbeita mér að því að skrifa.“ Þóra er einnig hluti af ljóðakollektívinu Svikaskáldum. Hópurinn hefur gefið út þrjár ljóðabækur og í haust er von á þeirra fyrstu sameiginlegu skáldsögu. Hún mun heita Olía og kemur út hjá Forlaginu í október. Ásamt Þóru eru skáldkonurnar Fríða Ísberg, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þórdís Helgadóttir með í hópnum. Bókmenntir Bókaútgáfa Garðabær Tengdar fréttir Virkja í sér svikaskáldið Hópur kvenna sem kallar sig Svikaskáld gefur út ljóðverkið Ég er fagnaðarsöngur og les upp úr því í dag, á kvenréttindadaginn, í Mengi, Óðinsgötu, yfir léttum veitingum. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Ég er bara alsæl með þetta og eiginlega trúi þessu ekki,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Kvika er hennar fyrsta og eina skáldsaga hingað til en hún kom út á Íslandi árið 2019. Hún hefur nú verið þýdd á ensku og er væntanleg á bæði breskan og bandarískan markað í sumar. Forlag hennar í Bandaríkjunum hefur þegar dreift sýningareintökum á fjölmiðla og gagnrýnendur og óhætt að segja að umfjöllun Time sé gott upphaf á ferlinu. „Já, hún virðist strax vera að fá mjög mikinn meðbyr. Það eru komnar góðar umfjallanir um hana, líka á netinu, áður en hún kemur út.“ Í ársleyfi frá kennslu til að skrifa Gott gengi bóka í útlöndum hlýtur að vera ein af forsendum þess að rithöfundar á Íslandi geti lifað sæmilegu lífi, eða hvað? Starfið er ekki sérstaklega vel greitt innanlands en Þóra starfar einnig sem íslenskukennari í Sjálandsskóla í Garðabæ. „Ég bara átta mig ekki alveg á því. Kvika er náttúrulega bara fyrsta bókin mín og það er held ég bara fáheyrt að fyrsta verk sé þýtt út. Yfirleitt er fólk búið að skrifa ógeðslega lengi og loksins þegar það fær einhver verðlaun úti í heimi þá fer boltinn að rúlla. Þannig ég bara þekki þetta ekki. Þetta heldur bara áfram að koma mér skemmtilega á óvart.“ En nú eru tvö ár síðan Kvika kom út. Hvað er næst hjá skáldinu? „Það er alveg eitthvað í pípunum,“ segir Þóra en tekur þó fram að það sé eitthvað í næstu bók. „Ég tek mér ársleyfi frá kennslunni núna eftir þetta skólaár til að einbeita mér að því að skrifa.“ Þóra er einnig hluti af ljóðakollektívinu Svikaskáldum. Hópurinn hefur gefið út þrjár ljóðabækur og í haust er von á þeirra fyrstu sameiginlegu skáldsögu. Hún mun heita Olía og kemur út hjá Forlaginu í október. Ásamt Þóru eru skáldkonurnar Fríða Ísberg, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þórdís Helgadóttir með í hópnum.
Bókmenntir Bókaútgáfa Garðabær Tengdar fréttir Virkja í sér svikaskáldið Hópur kvenna sem kallar sig Svikaskáld gefur út ljóðverkið Ég er fagnaðarsöngur og les upp úr því í dag, á kvenréttindadaginn, í Mengi, Óðinsgötu, yfir léttum veitingum. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Virkja í sér svikaskáldið Hópur kvenna sem kallar sig Svikaskáld gefur út ljóðverkið Ég er fagnaðarsöngur og les upp úr því í dag, á kvenréttindadaginn, í Mengi, Óðinsgötu, yfir léttum veitingum. 19. júní 2018 06:00