Grunnskólakennari í Garðabæ á bók sem Time Magazine vill að þú lesir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. maí 2021 13:00 Kvika kemur út á ensku í sumar, þá sem Magma. aðsend Skáldsaga Þóru Hjörleifsdóttur, Kvika, er ein 36 skáldsagna sem þú verður að lesa í sumar að mati bandaríska fjölmiðilsins Time Magazine. Þar fjallar miðillinn um bækur sem koma út í Bandaríkjunum í sumar og er íslenska höfundinum þar gert hátt undir höfði. „Ég er bara alsæl með þetta og eiginlega trúi þessu ekki,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Kvika er hennar fyrsta og eina skáldsaga hingað til en hún kom út á Íslandi árið 2019. Hún hefur nú verið þýdd á ensku og er væntanleg á bæði breskan og bandarískan markað í sumar. Forlag hennar í Bandaríkjunum hefur þegar dreift sýningareintökum á fjölmiðla og gagnrýnendur og óhætt að segja að umfjöllun Time sé gott upphaf á ferlinu. „Já, hún virðist strax vera að fá mjög mikinn meðbyr. Það eru komnar góðar umfjallanir um hana, líka á netinu, áður en hún kemur út.“ Í ársleyfi frá kennslu til að skrifa Gott gengi bóka í útlöndum hlýtur að vera ein af forsendum þess að rithöfundar á Íslandi geti lifað sæmilegu lífi, eða hvað? Starfið er ekki sérstaklega vel greitt innanlands en Þóra starfar einnig sem íslenskukennari í Sjálandsskóla í Garðabæ. „Ég bara átta mig ekki alveg á því. Kvika er náttúrulega bara fyrsta bókin mín og það er held ég bara fáheyrt að fyrsta verk sé þýtt út. Yfirleitt er fólk búið að skrifa ógeðslega lengi og loksins þegar það fær einhver verðlaun úti í heimi þá fer boltinn að rúlla. Þannig ég bara þekki þetta ekki. Þetta heldur bara áfram að koma mér skemmtilega á óvart.“ En nú eru tvö ár síðan Kvika kom út. Hvað er næst hjá skáldinu? „Það er alveg eitthvað í pípunum,“ segir Þóra en tekur þó fram að það sé eitthvað í næstu bók. „Ég tek mér ársleyfi frá kennslunni núna eftir þetta skólaár til að einbeita mér að því að skrifa.“ Þóra er einnig hluti af ljóðakollektívinu Svikaskáldum. Hópurinn hefur gefið út þrjár ljóðabækur og í haust er von á þeirra fyrstu sameiginlegu skáldsögu. Hún mun heita Olía og kemur út hjá Forlaginu í október. Ásamt Þóru eru skáldkonurnar Fríða Ísberg, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þórdís Helgadóttir með í hópnum. Bókmenntir Bókaútgáfa Garðabær Tengdar fréttir Virkja í sér svikaskáldið Hópur kvenna sem kallar sig Svikaskáld gefur út ljóðverkið Ég er fagnaðarsöngur og les upp úr því í dag, á kvenréttindadaginn, í Mengi, Óðinsgötu, yfir léttum veitingum. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er bara alsæl með þetta og eiginlega trúi þessu ekki,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Kvika er hennar fyrsta og eina skáldsaga hingað til en hún kom út á Íslandi árið 2019. Hún hefur nú verið þýdd á ensku og er væntanleg á bæði breskan og bandarískan markað í sumar. Forlag hennar í Bandaríkjunum hefur þegar dreift sýningareintökum á fjölmiðla og gagnrýnendur og óhætt að segja að umfjöllun Time sé gott upphaf á ferlinu. „Já, hún virðist strax vera að fá mjög mikinn meðbyr. Það eru komnar góðar umfjallanir um hana, líka á netinu, áður en hún kemur út.“ Í ársleyfi frá kennslu til að skrifa Gott gengi bóka í útlöndum hlýtur að vera ein af forsendum þess að rithöfundar á Íslandi geti lifað sæmilegu lífi, eða hvað? Starfið er ekki sérstaklega vel greitt innanlands en Þóra starfar einnig sem íslenskukennari í Sjálandsskóla í Garðabæ. „Ég bara átta mig ekki alveg á því. Kvika er náttúrulega bara fyrsta bókin mín og það er held ég bara fáheyrt að fyrsta verk sé þýtt út. Yfirleitt er fólk búið að skrifa ógeðslega lengi og loksins þegar það fær einhver verðlaun úti í heimi þá fer boltinn að rúlla. Þannig ég bara þekki þetta ekki. Þetta heldur bara áfram að koma mér skemmtilega á óvart.“ En nú eru tvö ár síðan Kvika kom út. Hvað er næst hjá skáldinu? „Það er alveg eitthvað í pípunum,“ segir Þóra en tekur þó fram að það sé eitthvað í næstu bók. „Ég tek mér ársleyfi frá kennslunni núna eftir þetta skólaár til að einbeita mér að því að skrifa.“ Þóra er einnig hluti af ljóðakollektívinu Svikaskáldum. Hópurinn hefur gefið út þrjár ljóðabækur og í haust er von á þeirra fyrstu sameiginlegu skáldsögu. Hún mun heita Olía og kemur út hjá Forlaginu í október. Ásamt Þóru eru skáldkonurnar Fríða Ísberg, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þórdís Helgadóttir með í hópnum.
Bókmenntir Bókaútgáfa Garðabær Tengdar fréttir Virkja í sér svikaskáldið Hópur kvenna sem kallar sig Svikaskáld gefur út ljóðverkið Ég er fagnaðarsöngur og les upp úr því í dag, á kvenréttindadaginn, í Mengi, Óðinsgötu, yfir léttum veitingum. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Virkja í sér svikaskáldið Hópur kvenna sem kallar sig Svikaskáld gefur út ljóðverkið Ég er fagnaðarsöngur og les upp úr því í dag, á kvenréttindadaginn, í Mengi, Óðinsgötu, yfir léttum veitingum. 19. júní 2018 06:00