Virkja í sér svikaskáldið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2018 06:00 Svikaskáldin Ragnheiður Harpa, Fríða, Þóra, Melkorka og Sunna Dís. Saga Sigurðardóttir „Bókin er eitt ljóðverk, en inniheldur þó ólík ljóð eftir okkur allar fimm,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um bókina Ég er fagnaðarsöngur sem svokölluð Svikaskáld gefa út í dag, á kvenréttindadaginn. Auk Ragnheiðar Hörpu eru þær Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þóra Hjörleifsdóttir með. „Við kynntumst í ritlist í Háskólanum og áttum sameiginlegt að vera haldnar fullkomnunaráráttu hvað varðar texta.“ Fyrsta bók Svikaskálda kom út fyrir ári og heitir Ég er ekki að rétta upp hönd. Hún rann út. En af hverju er þetta nafn á hópnum? Ragnheiður Harpa svarar því. „Þema fyrstu bókarinnar var svolítið: ég veit ekkert hvað ég er að gera hérna, ég er ekki skáld, hvenær skyldi komast upp um mig? Í fyrra fórum við í sumarbústað og skrifuðum og unnum svo saman að fráganginum. Nú fórum við til Suður-Frakklands í eina viku, skrifuðum hver sín ljóð en hjálpuðumst að við að fínpússa og stilla þau saman þannig að þau mynduðu eina heild. Því þau segja ákveðna sögu.“ Svikaskáldin trúðu því að ritlistarkennarinn þeirra, hann Sigurður Pálsson, væri með þeim við ljóðagerðina í Frakklandi, að sögn Ragnheiðar Hörpu. „Hann Sigurður boðaði svo mikinn fögnuð þegar hann var að fá okkur til að skrifa og á mikið í þessari bók. Svo fengum við Steinunni Sigurðardóttur sem ritstjóra, hún var yndisleg, næm og mögnuð.“ Ragnheiður Harpa segir það ósk Svikaskálda að aðferð þeirra blási öðrum eldi í brjóst og hópar vinni saman að skriftum. „Þó mýtan um skáldið aleitt uppi á rislofti sé lífseig þá mælum við með því að fólk virki í sér svikaskáldið saman og leiki sér með ljóðformið.“ Útgáfunni verður fagnað í Mengi, Óðinsgötu 2, milli klukkan 17 og 19 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
„Bókin er eitt ljóðverk, en inniheldur þó ólík ljóð eftir okkur allar fimm,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um bókina Ég er fagnaðarsöngur sem svokölluð Svikaskáld gefa út í dag, á kvenréttindadaginn. Auk Ragnheiðar Hörpu eru þær Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þóra Hjörleifsdóttir með. „Við kynntumst í ritlist í Háskólanum og áttum sameiginlegt að vera haldnar fullkomnunaráráttu hvað varðar texta.“ Fyrsta bók Svikaskálda kom út fyrir ári og heitir Ég er ekki að rétta upp hönd. Hún rann út. En af hverju er þetta nafn á hópnum? Ragnheiður Harpa svarar því. „Þema fyrstu bókarinnar var svolítið: ég veit ekkert hvað ég er að gera hérna, ég er ekki skáld, hvenær skyldi komast upp um mig? Í fyrra fórum við í sumarbústað og skrifuðum og unnum svo saman að fráganginum. Nú fórum við til Suður-Frakklands í eina viku, skrifuðum hver sín ljóð en hjálpuðumst að við að fínpússa og stilla þau saman þannig að þau mynduðu eina heild. Því þau segja ákveðna sögu.“ Svikaskáldin trúðu því að ritlistarkennarinn þeirra, hann Sigurður Pálsson, væri með þeim við ljóðagerðina í Frakklandi, að sögn Ragnheiðar Hörpu. „Hann Sigurður boðaði svo mikinn fögnuð þegar hann var að fá okkur til að skrifa og á mikið í þessari bók. Svo fengum við Steinunni Sigurðardóttur sem ritstjóra, hún var yndisleg, næm og mögnuð.“ Ragnheiður Harpa segir það ósk Svikaskálda að aðferð þeirra blási öðrum eldi í brjóst og hópar vinni saman að skriftum. „Þó mýtan um skáldið aleitt uppi á rislofti sé lífseig þá mælum við með því að fólk virki í sér svikaskáldið saman og leiki sér með ljóðformið.“ Útgáfunni verður fagnað í Mengi, Óðinsgötu 2, milli klukkan 17 og 19 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira