Innlent

Glíma við sinu­bruna á Akur­eyri

Atli Ísleifsson skrifar
Sinubruninn varð við Lundeyri.
Sinubruninn varð við Lundeyri. Vísir/Tryggvi Páll

Slökkvilið Akureyrar hefur verið kalla út vegna sinubruna við Lundeyri á Bótinni, skammt austan við Þverholt og vestan við smábátahöfnina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Íbúar í nágrenninu hafa verið hvattir til að loka gluggum þar sem mikinn reyk hefur lagt yfir hverfið.

Ekki hefur náðst í Slökkvilið Akureyrar.

Uppfært 11:30: Á myndum má sjá að búið er að slökkva eldinn.

map.is


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.