Innlent

Tólf í fram­boði hjá Sjálf­stæðis­flokknum í kjördæmi formannsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er á meðal tólf frambjóðenda í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er á meðal tólf frambjóðenda í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm

Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar rann út í dag og verða tólf manns í framboði. Prófkjörið fer fram dagana 10.-12. júní.

Allir fjórir sitjandi þingmenn flokksins gefa kost á sér í prófkjörinu, þar á meðal Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eru í stafrófsröð:

Arnar Þór Jónsson

Bergur Þorri Benjamínsson

Bjarni Benediktsson

Bryndís Haraldsdóttir

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir

Hannes Þórður Þorvaldsson

Jón Gunnarsson

Karen Elísabet Halldórsdóttir

Kristín Thoroddsen

Óli Björn Kárason

Sigþrúður Ármann

Vilhjálmur Bjarnason



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×