Bindur miklar vonir við Helga í formanninum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2021 13:03 Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi en félagið hennar verður gestgjafi á landsfundinum á Selfossi miðvikudaginn 26. maí. Magnús Hlynur Hreiðarsson Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa. Það er Félag eldri borgara á Selfossi, sem er gestgjafi landsþingsins sem fer fram miðvikudaginn 26. maí á Hótel Selfossi. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu sækja fundinn. En hvað á aðallega að ræða á landsfundinum? Guðfinna Ólafsdóttir er formaður félagsins á Selfossi. „Það eru náttúrulega bara kjör okkar, það er alltaf verið að tala um þau og aðbúnað eldri borgara. Það eru vandamál með alls konar þegar heilsan bilar og svona,“ segir Guðfinna. Guðfinna segir að Covid hafi verið illa í eldri borgara og margir hafi einangrast á heimilum sínum en vonandi sé ástandið að lagast. „Konurnar sitja heima og prjóna, þær finna sér alltaf eitthvað. En ég held að fólki hljóti að hafa farið aftur eins og þeir sem ekki hafa getað farið neitt, ég held að þetta sé búið að vera erfitt. Ástandið hefur líka reynst heilbrigðu ungu fólki erfitt, svo það er rétt hægt að ýminda sér hvernig þetta er hjá eldra fólki.“ Guðfinna segir að eitt að þeim málum sem eldri borgarar eru að berjast fyrir sé að fá réttindagæslumann líkt of Landssamtökin Þroskahjálp hefur, sem ríkið mundi útvega en hlutverk starfsmannsins yrði að berjast fyrir réttindum eldri borgara. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, núverandi formaður Landssambands eldri borgara gefur ekki kost á sér áfram og því verður nýr formaður kjörinn á þinginu á Selfossi. „Já, það er Helgi Pétursson, betur þekktur sem meðlimur Ríó tríósins og hann hefur verið að starfa mikið fyrir Gráa herinn en Grái herinn er í málsókn við ríkið út af þessum skerðingum, svo við vitum ekki hvað kemur út úr því. Ég bind miklar vonir við Helga, hann er allavega tilbúin að taka formennskuna að sér“, segir Guðfinna. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu koma á Selfoss á landsfundinn, sem verður í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Það er Félag eldri borgara á Selfossi, sem er gestgjafi landsþingsins sem fer fram miðvikudaginn 26. maí á Hótel Selfossi. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu sækja fundinn. En hvað á aðallega að ræða á landsfundinum? Guðfinna Ólafsdóttir er formaður félagsins á Selfossi. „Það eru náttúrulega bara kjör okkar, það er alltaf verið að tala um þau og aðbúnað eldri borgara. Það eru vandamál með alls konar þegar heilsan bilar og svona,“ segir Guðfinna. Guðfinna segir að Covid hafi verið illa í eldri borgara og margir hafi einangrast á heimilum sínum en vonandi sé ástandið að lagast. „Konurnar sitja heima og prjóna, þær finna sér alltaf eitthvað. En ég held að fólki hljóti að hafa farið aftur eins og þeir sem ekki hafa getað farið neitt, ég held að þetta sé búið að vera erfitt. Ástandið hefur líka reynst heilbrigðu ungu fólki erfitt, svo það er rétt hægt að ýminda sér hvernig þetta er hjá eldra fólki.“ Guðfinna segir að eitt að þeim málum sem eldri borgarar eru að berjast fyrir sé að fá réttindagæslumann líkt of Landssamtökin Þroskahjálp hefur, sem ríkið mundi útvega en hlutverk starfsmannsins yrði að berjast fyrir réttindum eldri borgara. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, núverandi formaður Landssambands eldri borgara gefur ekki kost á sér áfram og því verður nýr formaður kjörinn á þinginu á Selfossi. „Já, það er Helgi Pétursson, betur þekktur sem meðlimur Ríó tríósins og hann hefur verið að starfa mikið fyrir Gráa herinn en Grái herinn er í málsókn við ríkið út af þessum skerðingum, svo við vitum ekki hvað kemur út úr því. Ég bind miklar vonir við Helga, hann er allavega tilbúin að taka formennskuna að sér“, segir Guðfinna. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu koma á Selfoss á landsfundinn, sem verður í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira