Sunna Gunnlaugsdóttir valin bæjarlistamaður Kópavogs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 11:41 Sunna stendur hér fyrir miðju ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, og Karen Elísabetu Halldórsdóttur, formanni lista- og menningarráðs Kópavogs. Kópavogsbær Sunna Gunnlaugsdóttir, jazzpíanisti, hefur verið valin Bæjarlistamaður Kópavogs 2021. Þetta var tilkynnt í Salnum í gær en Sunna hefur verið áberandi í tónlistarsenunni um áratugaskeið. „Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar er hreykið af þessari niðurstöðu. Sunna Gunnlaugsdóttir er frábær tónlistarkona sem á farsælan feril að baki erlendis og hér heima og hefur átt sinn þátt í að byggja upp blómlegt tónlistarlíf Kópavogsbæjar, meðal annars með tónlistarhátíðinni Jazz í Salnum. Við hlökkum til samstarfsins með henni næsta árið,“ segir Karen Elísabet Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar, um valið á bæjarlistamanni 2021 í tilkynningu. Sunna hefur gefið frá sér ellefu geisladiska sem hafa hlotið góðar viðtökur hér á landi og erlendis og hafa þeir náð inn í efstu sæti vinsældarlista á jazzútvarpstöðum bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Fyrsta plata Sunnu, Mindful, var valin meðal 10 bestu diska ársins af blaðinu Virginian Pilot árið 2000. Sunna hefur hlotið fjölda tilnefninga til Íslensku tónlistarverðlaunanna og var valin flytjandi ársins árið 2015 og 2019. Tríó hennar, Þorgríms Jónssonar og Scott McLemore hefur notið mikillar hylli og var valið Tónlistarhópur Reykjavíkur árið 2013. Sunna tekur við keflinu sem bæjarlistamaður af Herra Hnetusmjöri. Kópavogur Tónlist Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar er hreykið af þessari niðurstöðu. Sunna Gunnlaugsdóttir er frábær tónlistarkona sem á farsælan feril að baki erlendis og hér heima og hefur átt sinn þátt í að byggja upp blómlegt tónlistarlíf Kópavogsbæjar, meðal annars með tónlistarhátíðinni Jazz í Salnum. Við hlökkum til samstarfsins með henni næsta árið,“ segir Karen Elísabet Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar, um valið á bæjarlistamanni 2021 í tilkynningu. Sunna hefur gefið frá sér ellefu geisladiska sem hafa hlotið góðar viðtökur hér á landi og erlendis og hafa þeir náð inn í efstu sæti vinsældarlista á jazzútvarpstöðum bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Fyrsta plata Sunnu, Mindful, var valin meðal 10 bestu diska ársins af blaðinu Virginian Pilot árið 2000. Sunna hefur hlotið fjölda tilnefninga til Íslensku tónlistarverðlaunanna og var valin flytjandi ársins árið 2015 og 2019. Tríó hennar, Þorgríms Jónssonar og Scott McLemore hefur notið mikillar hylli og var valið Tónlistarhópur Reykjavíkur árið 2013. Sunna tekur við keflinu sem bæjarlistamaður af Herra Hnetusmjöri.
Kópavogur Tónlist Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira