Við segjum einnig frá því að lögreglan á Suðurnesjum fékk meintan höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli framseldan til landsins. Málið er flokkað sem skipulögð glæpastarfsemi.
Sautján lögreglumenn hafa fallið fyrir eigin hendi síðustu þrjátíu ár. Formaður Landssambands lögreglumanna segir tölurnar sláandi.
Forstjóri Play segir fullyrðingar ASÍ um lág laun flugfélagsins tilraun til að þvinga félagið til að ganga inn í Alþýðusamband Íslands.
Og við skoðum steypusílóin við Sævarhöfða en ætlunin er að umbylta því svæði á næstu árum.