Annmarkar í tölvukerfi aftra vottorðum fyrir blandaða bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 14:00 Þeir sem fengið hafa blandaða bólusetningu geta átt von á því að fá bólusetningarvottorð á næstunni. Getty/Rafael Henrique Annmarkar í tölvukerfi Embætti Landlæknis hefur orðið til þess að fólk sem fengið hefur blandaða bólusetningu, það er eitt bóluefni í fyrri sprautu og annað í seinni, hefur ekki fengið bólusetningarvottorð hingað til. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við Vísi. Verið er að vinna að því að ráða niðurlögum þessa tölvukvilla. Því þurfa þeir sem hlotið hafa blandaða bólusetningu ekki að örvænta, þeir munu fá bólusetningarvottorð fyrr en síðar. Einhverjir landsmenn hafa fengið blandaða bólusetningu, til dæmis konur undir 55 ára sem fengu AstraZeneca í fyrstu sprautu áður en tekin var ákvörðun um að gefa þeim hópi ekki efnið. Þá hafa einhverjir fengið öðruvísi blöndun, sem Hjördís segir alveg öruggt. Ástæða þess að þeir hafi ekki fengið bólusetningarvottorð hingað til sé ekki sú að blöndun bóluefna sé ekki viðurkennd erlendis heldur að tölvukerfinu hafi ekki brugðist við bóluefnavottorðsbeiðnum fyrir þá sem hafa hlotið blandaða bólusetningu. Virkni góð við blöndun bóluefna en aukaverkanir meiri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að blöndun bóluefna væri alveg örugg. Hann sagði þær konur, sem fengu AstraZeneca í fyrri sprautu og eru undir 55 ára aldri, þurfa að gera það upp við sjálfar sig hvort þær tækju bóluefni AstraZeneca í seinni sprautunni eða ekki. „Fólk verður að gera þetta upp við sig, það eru engar ráðleggingar nema þær að þeir sem eru með undirliggjandi vandamál sérstaklega, sem við erum búin að tilgreina, að það mæti ekki í AstraZeneca bólusetninguna. En fólk getur valið og ef það hefur þolað vel fyrri skammtinn og allt gengið vel eru yfirgnæfandi líkur að það muni áfram ganga vel,“ sagði Þórólfur í gær. „Ef fólk vill það ekki þá getur það valið um annað bóluefni. Það er allt í lagi að blanda þessu saman,“ sagði Þórólfur. „Það eru að koma bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknum sem sýna það að það kunni að vera aðeins meiri aukaverkanir þegar verið er að blanda saman bóluefnum, við seinni skammtinn, heldur en þegar sama efnið er notað aftur. Með aukaverkunum á ég við beinverki, hita og vanlíðan. Það eru líka að koma niðurstöður um það að mótefnasvarið við að blanda saman bóluefnum er mjög gott þannig að það er engin áhætta í því fólgin að maður fái ekki nægilega virkni út úr bólusetningunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kemur til greina að óska eftir AstraZeneca frá Norðmönnum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir koma til greina að óska eftir bóluefni Astra Zeneca frá Norðmönnum, sem hafa tilkynnt um að þeir muni ekki nota bóluefnið. Bólusetningar eru á undan áætlun hér á landi og áfram stefnt að afléttingu aðgerða í lok næsta mánaðar. 14. maí 2021 19:07 Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. 7. maí 2021 12:29 Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. 7. maí 2021 12:23 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við Vísi. Verið er að vinna að því að ráða niðurlögum þessa tölvukvilla. Því þurfa þeir sem hlotið hafa blandaða bólusetningu ekki að örvænta, þeir munu fá bólusetningarvottorð fyrr en síðar. Einhverjir landsmenn hafa fengið blandaða bólusetningu, til dæmis konur undir 55 ára sem fengu AstraZeneca í fyrstu sprautu áður en tekin var ákvörðun um að gefa þeim hópi ekki efnið. Þá hafa einhverjir fengið öðruvísi blöndun, sem Hjördís segir alveg öruggt. Ástæða þess að þeir hafi ekki fengið bólusetningarvottorð hingað til sé ekki sú að blöndun bóluefna sé ekki viðurkennd erlendis heldur að tölvukerfinu hafi ekki brugðist við bóluefnavottorðsbeiðnum fyrir þá sem hafa hlotið blandaða bólusetningu. Virkni góð við blöndun bóluefna en aukaverkanir meiri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að blöndun bóluefna væri alveg örugg. Hann sagði þær konur, sem fengu AstraZeneca í fyrri sprautu og eru undir 55 ára aldri, þurfa að gera það upp við sjálfar sig hvort þær tækju bóluefni AstraZeneca í seinni sprautunni eða ekki. „Fólk verður að gera þetta upp við sig, það eru engar ráðleggingar nema þær að þeir sem eru með undirliggjandi vandamál sérstaklega, sem við erum búin að tilgreina, að það mæti ekki í AstraZeneca bólusetninguna. En fólk getur valið og ef það hefur þolað vel fyrri skammtinn og allt gengið vel eru yfirgnæfandi líkur að það muni áfram ganga vel,“ sagði Þórólfur í gær. „Ef fólk vill það ekki þá getur það valið um annað bóluefni. Það er allt í lagi að blanda þessu saman,“ sagði Þórólfur. „Það eru að koma bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknum sem sýna það að það kunni að vera aðeins meiri aukaverkanir þegar verið er að blanda saman bóluefnum, við seinni skammtinn, heldur en þegar sama efnið er notað aftur. Með aukaverkunum á ég við beinverki, hita og vanlíðan. Það eru líka að koma niðurstöður um það að mótefnasvarið við að blanda saman bóluefnum er mjög gott þannig að það er engin áhætta í því fólgin að maður fái ekki nægilega virkni út úr bólusetningunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kemur til greina að óska eftir AstraZeneca frá Norðmönnum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir koma til greina að óska eftir bóluefni Astra Zeneca frá Norðmönnum, sem hafa tilkynnt um að þeir muni ekki nota bóluefnið. Bólusetningar eru á undan áætlun hér á landi og áfram stefnt að afléttingu aðgerða í lok næsta mánaðar. 14. maí 2021 19:07 Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. 7. maí 2021 12:29 Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. 7. maí 2021 12:23 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Kemur til greina að óska eftir AstraZeneca frá Norðmönnum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir koma til greina að óska eftir bóluefni Astra Zeneca frá Norðmönnum, sem hafa tilkynnt um að þeir muni ekki nota bóluefnið. Bólusetningar eru á undan áætlun hér á landi og áfram stefnt að afléttingu aðgerða í lok næsta mánaðar. 14. maí 2021 19:07
Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. 7. maí 2021 12:29
Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. 7. maí 2021 12:23