Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 11:33 Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum til 15. júní. Vísir/Vilhelm Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum og verður fyrirkomulag um tvöfalda skimun áfram óbreytt, að minnsta kosti til 15. júní. Er það meðal annars vegna þess að bólusettum á leið til landsins mun fjölga á næstunni. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund fyrir stuttu. Skyldudvöl á sóttvarnahúsi vegna komu frá hááhættusvæði mun þá falla úr gildi 1. júní næstkomandi en sóttvarnahús munu áfram standa til boða. „Við væntum þess að kröfur um sóttvarnahótel í núverandi mynd falli niður 1. júní og eftir það verði lögð til sóttvarnahótel fyrir þá sem ekki geta tekið heimasóttkví. Sömuleiðis mun bann við ónauðsynlegum ferðum falla niður 1. júní,“ sagði Katrín. Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að gert er ráð fyrir því að að minnsta kosti 60% þjóðarinnar hafi fengið minnst fyrri skammt bólusetningar fyrir 15. júní. Þá tilkynnti Katrín að litakóðakerfi á landamærum, sem áður stóð til að taka í gild, verði ekki tekið til notkunar. Stefnt sé að því að aflétta aðgerðum á landamærum hraðar gagnvart öðrum löndum, óháð stöðu faraldurs í þeim. „Við munum halda áfram tvöföldu skimuninni fyrir þá sem eru að koma hingað og eru ekki bólusettir og munum sömuleiðis halda áfram að skima bólusetta vegna þess að við viljum gæta varkárni. Við munum nýta PCR-prófin í þessum tilfellum og ég vænti þess að þetta verði unnið í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu til þess að tryggja skimunargetu,“ sagði Katrín. Sóttvarnalæknir hefur þegar hafið viðræður við Íslenska erfðagreiningu um samstarf. Stefnt er að því að hraðpróf verði notuð í stað PCR-prófa í meiri mæli vegna ferða úr landi, hvort sem þar eru Íslendingar sem ætla að ferðast út fyrir landsteinana eða erlendir ferðamenn sem hafa dvalið á Íslandi. Vinna við slíkt fyrirkomulag er í gangi í heilbrigðisráðuneytinu og verður kynnt á næstu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund fyrir stuttu. Skyldudvöl á sóttvarnahúsi vegna komu frá hááhættusvæði mun þá falla úr gildi 1. júní næstkomandi en sóttvarnahús munu áfram standa til boða. „Við væntum þess að kröfur um sóttvarnahótel í núverandi mynd falli niður 1. júní og eftir það verði lögð til sóttvarnahótel fyrir þá sem ekki geta tekið heimasóttkví. Sömuleiðis mun bann við ónauðsynlegum ferðum falla niður 1. júní,“ sagði Katrín. Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að gert er ráð fyrir því að að minnsta kosti 60% þjóðarinnar hafi fengið minnst fyrri skammt bólusetningar fyrir 15. júní. Þá tilkynnti Katrín að litakóðakerfi á landamærum, sem áður stóð til að taka í gild, verði ekki tekið til notkunar. Stefnt sé að því að aflétta aðgerðum á landamærum hraðar gagnvart öðrum löndum, óháð stöðu faraldurs í þeim. „Við munum halda áfram tvöföldu skimuninni fyrir þá sem eru að koma hingað og eru ekki bólusettir og munum sömuleiðis halda áfram að skima bólusetta vegna þess að við viljum gæta varkárni. Við munum nýta PCR-prófin í þessum tilfellum og ég vænti þess að þetta verði unnið í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu til þess að tryggja skimunargetu,“ sagði Katrín. Sóttvarnalæknir hefur þegar hafið viðræður við Íslenska erfðagreiningu um samstarf. Stefnt er að því að hraðpróf verði notuð í stað PCR-prófa í meiri mæli vegna ferða úr landi, hvort sem þar eru Íslendingar sem ætla að ferðast út fyrir landsteinana eða erlendir ferðamenn sem hafa dvalið á Íslandi. Vinna við slíkt fyrirkomulag er í gangi í heilbrigðisráðuneytinu og verður kynnt á næstu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira