Lífið

Daði og Gagnamagnið komust áfram

Snorri Másson skrifar
„Já! Auðvitað. Daði fagnar og þau faðma Jóa og Stefán sem eru inni í herbergjum sínum á skjá. Þetta er stórkostlegt. Æ, hvað þetta er gaman og verðskuldað,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson.
„Já! Auðvitað. Daði fagnar og þau faðma Jóa og Stefán sem eru inni í herbergjum sínum á skjá. Þetta er stórkostlegt. Æ, hvað þetta er gaman og verðskuldað,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson. RÚV

Ísland er á meðal þeirra þjóða sem komast áfram í lokakeppni Eurovision. Þetta varð ljóst rétt í þessu þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar voru kynnt. 10 þjóðir komust áfram af 16 keppendum.

Daði og Gagnamagnið stigu ekki á svið í kvöld en sáust í beinni frá sínu græna hótelherbergi úr sóttkvínni. Þar vantaði tvo meðlimi vegna Covid-19 smits og sóttkvíar.

Daði segir við Vísi: „Gaman að vera komin í úrslit. Takk fyrir stuðninginn Ísland. Ný EP plata kemur út á morgun. Sjáumst á laugardaginn með sama flutning.“

„Já! Auðvitað. Daði fagnar og þau faðma Jóa og Stefán sem eru inni í herbergjum sínum á skjá. Þetta er stórkostlegt. Æ, hvað þetta er gaman og verðskuldað,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson þulur í gleðivímu.

Martin Österdahl staðfesti niðurstöðurnar, en hann hefur tekið við sem framkvæmdastjóri af Jon Ola Sand.  Kynnarnir sáu um að koma skilaboðunum til heimsbyggðarinnar.

Önnur lönd sem komust áfram eru Albanía, Serbía, Búlgaría, Moldóvía, Portúgal, Finnland, Sviss, San Marínó og Grikkland.

Danir eru eina Norðurlandaþjóðin sem ekki komst áfram.

Íslendingar stíga því á svið á laugardaginn, 22. maí. Þar keppa þeir um fyrsta sætið við 25 aðrar þjóðir.

Daði og Gagnamagnið höfðu undanfarna daga mælst í fjórða sæti þegar löndunum er raðað eftir vinningslíkum í veðbönkum. Nú hefur hljómsveitin fallið niður um tvö sæti í sjötta sæti, með aðeins um 6% sigurlíkur, að því er segir á Eurovision World.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×