Sérstakt að vera í málaferlum við sjálfan sig Stefán Árni Pálsson skrifar 21. maí 2021 07:00 Aðalbjörn ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í nýjasta þætti hans. Aðalbjörn Tryggvason er betur þekktur sem Addi í Sólstöfum. Addi er ein stærsta þungarokkstjarna Íslendinga en í sínu daglega lífi er hann andlega þenkjandi snyrtipinni með áhuga á edrúlífi. Það hefur þó ekki alltaf verið svo. Áður en hann varð edrú var hann til að mynda á styrktar samning af Jim Beam viskíi og gat ekki ímyndað sér að koma fram allsgáður. Addi ræðir við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og leyfir þá hlustendum að fá innsýn í hin ótrúlegustu ævintýri sem hann hefur upplifað í gegnum árin. Það góða og það slæma, sögu Sólstafa og erfiðar breytingar innan hljómsveitarinnar í gegnum árin. Í dag á Addi dóttur, vinnur sem hljóðmaður og nýtur þess að vera í tengingu við lífið í kringum sig, meðfram því að vera áfram hrein og tær rokkstjarna. Í þættinum ræðir Aðalbjörn um heldur skrautlegt mál þegar hann var í þeim aðstæðum að fara í mál við sjálfan sig. Barist um nafnið Sólstafi Árið 2015 kom upp klofningur í hljómsveitinni Sólstöfum sem endaði með lögmáli. Þáverandi trommuleikarinn Guðmundur Óli Pálmason og Aðalbjörn áttu saman fyrirtækið Svalbard sem var notað utan um sölu varnings fyrir Sólstafi og fleira þess háttar. Guðmundur lögsótti Aðalbjörn í gegnum fyrirtækið Svalbard, án samþykkis Aðalbjörns, og var Addi þá í raun í máli við sjálfan sig þar sem hann var 50 prósent eigandi. Málið snerist um að fyrirtækið Svalbard ætti nafnið Sólstafi og því þyrfti leyfi þess. Málið er enn í ferli og síðustu fréttir sem Aðalbjörn man að hafa fengið af því er að nafnið Sólstafir tilheyri í raun félagsskapnum Sólstöfum. Hann segir að þeir Guðmundur hafi verið vinir frá því þeir voru pollar, hafi verið saman á hjólabretti í æsku og verið þrusugott teymi í sköpunarferlinu. En á endanum hefði vináttuna þrotið og þá hefði hljómsveitarstarfi ekki lengur gengið upp. Hér að neðan má hlusta á brot úr viðtalinu þar sem þetta mál er rætt. Klippa: Sérstakt að vera í málaferlum við sjálfan sig Í viðtalinu ræðir Aðalbjörn einnig um upplifun sína af þunglyndi og kvíða. Oft hefur hann fengið þær athugasemdir að best væri kannski að nýta þær tilfinningar sem hann er að upplifa til að skapa tónlist með, en sjálfur segist hann aldrei geta nýtt tilfinningar fyrr en eftir að hann er búinn að koma sér á réttan kjöl aftur. Þunglyndur og kvíðinn geti hann ekki samið heldur þarf hann að láta sér líða betur og nota tilfinningarnar sem innblástur í gegnum baksýnisspegilinn. „Ef þú ert þunglyndir ert þú ekkert bara alltaf að leika Magga Scheving. Það er ekki alveg þannig. Fólk hættir að þrífa sig og hreyfa sig en en það koma samt alltaf alveg augnablik og bylgjur þar sem þú hugsar, ég verð að fara gera eitthvað. Taktu bara hænuskref og ekki reyna hlaupa maraþon í einu skrefi,“ segir Aðalbjörn og heldur áfram. „Það er bara ekki raunhæft. Það má bara vera sentímetri í einu og bara gera eitthvað pínkulítið. Eitt sem ég heyrði um daginn, ef þú ert þunglyndur eða kvíðinn skapaði eitthvað. Alveg sama hvað það er. Teiknaðu Óla prik eða semdu lag, alveg sama hvað það er. Af því að ef þú ert farinn að skapa eitthvað þá fer einhver heilastarfsemi í gang sem er í raun andstæðan við það að liggja upp í sófa og borða snakk eða bara gera ekki neitt.“ Hann segir að það sé reyndar ákveðin þversögn í þessum ráðum hans. „Alltaf þegar mér líður illa, er að ganga í gegnum sambandslit eða eitthvað þá fær maður oft að heyra hvort það sé ekki sniðugt að nota þessa vanlíðan til að semja eitthvað. Þá svara ég reyndar alltaf að ég hafi aldrei nokkur tímann samið eitthvað þegar mér líður illa, ég geri aldrei neitt þegar mér líður illa. Það er ekki fyrr en mér líður vel að ég get horft í baksýnisspegilinn og séð hvað mér leið illa og út af hverju og þá get ég skrifað það niður.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Það hefur þó ekki alltaf verið svo. Áður en hann varð edrú var hann til að mynda á styrktar samning af Jim Beam viskíi og gat ekki ímyndað sér að koma fram allsgáður. Addi ræðir við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og leyfir þá hlustendum að fá innsýn í hin ótrúlegustu ævintýri sem hann hefur upplifað í gegnum árin. Það góða og það slæma, sögu Sólstafa og erfiðar breytingar innan hljómsveitarinnar í gegnum árin. Í dag á Addi dóttur, vinnur sem hljóðmaður og nýtur þess að vera í tengingu við lífið í kringum sig, meðfram því að vera áfram hrein og tær rokkstjarna. Í þættinum ræðir Aðalbjörn um heldur skrautlegt mál þegar hann var í þeim aðstæðum að fara í mál við sjálfan sig. Barist um nafnið Sólstafi Árið 2015 kom upp klofningur í hljómsveitinni Sólstöfum sem endaði með lögmáli. Þáverandi trommuleikarinn Guðmundur Óli Pálmason og Aðalbjörn áttu saman fyrirtækið Svalbard sem var notað utan um sölu varnings fyrir Sólstafi og fleira þess háttar. Guðmundur lögsótti Aðalbjörn í gegnum fyrirtækið Svalbard, án samþykkis Aðalbjörns, og var Addi þá í raun í máli við sjálfan sig þar sem hann var 50 prósent eigandi. Málið snerist um að fyrirtækið Svalbard ætti nafnið Sólstafi og því þyrfti leyfi þess. Málið er enn í ferli og síðustu fréttir sem Aðalbjörn man að hafa fengið af því er að nafnið Sólstafir tilheyri í raun félagsskapnum Sólstöfum. Hann segir að þeir Guðmundur hafi verið vinir frá því þeir voru pollar, hafi verið saman á hjólabretti í æsku og verið þrusugott teymi í sköpunarferlinu. En á endanum hefði vináttuna þrotið og þá hefði hljómsveitarstarfi ekki lengur gengið upp. Hér að neðan má hlusta á brot úr viðtalinu þar sem þetta mál er rætt. Klippa: Sérstakt að vera í málaferlum við sjálfan sig Í viðtalinu ræðir Aðalbjörn einnig um upplifun sína af þunglyndi og kvíða. Oft hefur hann fengið þær athugasemdir að best væri kannski að nýta þær tilfinningar sem hann er að upplifa til að skapa tónlist með, en sjálfur segist hann aldrei geta nýtt tilfinningar fyrr en eftir að hann er búinn að koma sér á réttan kjöl aftur. Þunglyndur og kvíðinn geti hann ekki samið heldur þarf hann að láta sér líða betur og nota tilfinningarnar sem innblástur í gegnum baksýnisspegilinn. „Ef þú ert þunglyndir ert þú ekkert bara alltaf að leika Magga Scheving. Það er ekki alveg þannig. Fólk hættir að þrífa sig og hreyfa sig en en það koma samt alltaf alveg augnablik og bylgjur þar sem þú hugsar, ég verð að fara gera eitthvað. Taktu bara hænuskref og ekki reyna hlaupa maraþon í einu skrefi,“ segir Aðalbjörn og heldur áfram. „Það er bara ekki raunhæft. Það má bara vera sentímetri í einu og bara gera eitthvað pínkulítið. Eitt sem ég heyrði um daginn, ef þú ert þunglyndur eða kvíðinn skapaði eitthvað. Alveg sama hvað það er. Teiknaðu Óla prik eða semdu lag, alveg sama hvað það er. Af því að ef þú ert farinn að skapa eitthvað þá fer einhver heilastarfsemi í gang sem er í raun andstæðan við það að liggja upp í sófa og borða snakk eða bara gera ekki neitt.“ Hann segir að það sé reyndar ákveðin þversögn í þessum ráðum hans. „Alltaf þegar mér líður illa, er að ganga í gegnum sambandslit eða eitthvað þá fær maður oft að heyra hvort það sé ekki sniðugt að nota þessa vanlíðan til að semja eitthvað. Þá svara ég reyndar alltaf að ég hafi aldrei nokkur tímann samið eitthvað þegar mér líður illa, ég geri aldrei neitt þegar mér líður illa. Það er ekki fyrr en mér líður vel að ég get horft í baksýnisspegilinn og séð hvað mér leið illa og út af hverju og þá get ég skrifað það niður.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”