„Ég er stolt af því að geta tilkynnt ykkur að ég skilgreini mig ekki sem kona eða karl,“ segir Lovato í færslunni.
Every day we wake up, we are given another opportunity & chance to be who we want & wish to be. I’ve spent the majority of my life growing in front of all of you… you’ve seen the good, the bad, & everything in between. pic.twitter.com/HSBcfmNruo
— Demi Lovato (@ddlovato) May 19, 2021
Kynsegin fólk stendur utan kynjatvíhyggjunnar og skilgreinir sig ekki eingöngu sem kvenkyns eða karlkyns.
„Kynsegin er hugtak sem nær yfir fólk sem skilgreinir kyn sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins (og er því einnig trans). Sumt kynsegin fólk er t.d. karlkyns og kvenkyns, annað hvorki karlkyns né kvenkyns eða skilgreinir ekki kyn sitt. Kynsegin er því í raun regnhlífarhugtak undir regnhlífarhugtakinu trans,“ segir á vefsíðunni Hinsegin frá Ö til A.
„Ég mun því ekki tala um mig framar sem konu og sleppa allri kynjagreiningu.“