Hún hafi fengið þrjú heilablóðföll og hjartaáfall vegna skammtsins og segir lækna hafa sagt að hún hafi verið fimm til tíu mínútum frá því að deyja.
Lovato tjáir sig í fyrsta skipti um þessa lífsreynslu sína í nýjum heimildarþáttum sem heita Demi Lovato: Dancing with the Devil en stikla fyrir þættina var birt í gær.
Það var í júlí 2018 sem Lovato fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Los Angeles. Hún var flutt í skyndi á sjúkrahús þar sem tókst að bjarga lífi hennar en hún hafði tekið of stóran skammt af ópíóðum.
I've been holding #DemiDWTD incredibly close to my heart, and now it's time to share an inside look. This is only a short preview of what is to come... Join me on March 23 for the premiere on @YouTube https://t.co/G0dIbHoHWu
— Demi Lovato (@ddlovato) February 17, 2021
Lovato, sem er fædd árið 1992, hafði þá verið edrú í sex ár. Hún opnaði sig um vímuefnaneyslu sína á unglingsárunum árið 2017 og mánuði áður en hún var flutt á spítala 2018 hafði hún gefið út lagið Sober.
„Ég fékk þrjú slög og ég fékk hjartaáfall. Læknarnir sögðu að ég hafi átt fimm til tíu mínútur eftir ólifaðar,“ segir Lovato í stiklunni fyrir heimildarþættina. Þá sagði hún í viðtali við AP að hún væri með heilaskaða eftir ofskömmtunina.
Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda.
Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum.