Sakar Gísla um pólitískan áróður gegn Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2021 23:05 Gísli Marteinn Baldursson og Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði Gísla Martein Baldursson um pólitískan áróður gegn Ísrael á undankvöldi Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva í kvöld. „Öfugt við það sem margir eflaust telja, þá fjallar lag hennar: Set me free, ekki um þá Palestínumenn sem eru fangar í eigin landi við landtökubyggðir Ísraela, heldur er þetta klassískt ástarlag,“ sagði Gísli í aðdraganda þess að lag Ísraels var sýnt í kvöld. „Við fáum hér eldvörpur og sprengjur, en áberandi minna en áður hjá Ísraelsmönnum. Hugsanlega uppteknir við að beina sprengjunum í aðrar áttir þessa dagana.“ Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Gunnari Braga, sem ræddi ummæli Gísla á þingfundi í kvöld, þar sem verið var að ræða frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Vísaði Gunnar Bragi í „þetta Eurovision-dæmi allt saman“ og orða Gísla. „Þar hefur komið í fréttir að þulur ríkisútvarpsins ákvað að nota tækifærið og beita pólitískum áróðri í starfi sínu þar,“ sagði Gunnar Bragi. Hann ítrekaði að honum þætti Ísrael beitti Palestínumenn allt of mikilli hörku en spurði hvort að það þætti við hæfi að: „Ríkisútvarp allra landsmanna. Hið hlutlausa Ríkisútvarp. Tæki afstöðu í því máli, eins og gert var í kvöld, að því virðist, samkvæmt fréttum fjölmiðla. Þar sem þessi ágæti þulur gagnrýnir, með beinum eða óbeinum hætti, Ísraela og framlag þeirra í þessari keppni. Finnst þingmanninum eðlilega að Ríkisútvarpið hafi farið fram með slíkum hætti?“ spurði Gunnar Bragi. Beindi hann spurningu sinni að Bryndísi Haraldsdóttur. Hún hló í pontu og sagðist ekki geta svarað þessari spurningu þar sem hún hefði ekki fylgst með samfélagsmiðlum. Fyrr í dag var Gísli taggaður í tísti þar sem hann var hvattur til að telja upp stríðsglæpi Ísraels yfir flutningi Ísraelsmanna í kvöld. Hann svaraði og sagði kynningar sínar ekki eiga að vera pólitíska pistla. Þær ættu að vera fræðandi og skemmtilegar en væru ekki ónæmar fyrir því sem sé að gerast í heiminum. Kynningarnar mínar eru ekki pólitískir pistlar, heldur eiga fyrst og fremst að vera upplýsandi og skemmtilegar. En þær eru auðvitað ekki ónæmar fyrir því sem er að gerast í heiminum. En ég ítreka að ég skil hvatninguna og kann að meta ákafann.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) May 18, 2021 Eurovision Alþingi Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Sjá meira
„Öfugt við það sem margir eflaust telja, þá fjallar lag hennar: Set me free, ekki um þá Palestínumenn sem eru fangar í eigin landi við landtökubyggðir Ísraela, heldur er þetta klassískt ástarlag,“ sagði Gísli í aðdraganda þess að lag Ísraels var sýnt í kvöld. „Við fáum hér eldvörpur og sprengjur, en áberandi minna en áður hjá Ísraelsmönnum. Hugsanlega uppteknir við að beina sprengjunum í aðrar áttir þessa dagana.“ Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Gunnari Braga, sem ræddi ummæli Gísla á þingfundi í kvöld, þar sem verið var að ræða frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Vísaði Gunnar Bragi í „þetta Eurovision-dæmi allt saman“ og orða Gísla. „Þar hefur komið í fréttir að þulur ríkisútvarpsins ákvað að nota tækifærið og beita pólitískum áróðri í starfi sínu þar,“ sagði Gunnar Bragi. Hann ítrekaði að honum þætti Ísrael beitti Palestínumenn allt of mikilli hörku en spurði hvort að það þætti við hæfi að: „Ríkisútvarp allra landsmanna. Hið hlutlausa Ríkisútvarp. Tæki afstöðu í því máli, eins og gert var í kvöld, að því virðist, samkvæmt fréttum fjölmiðla. Þar sem þessi ágæti þulur gagnrýnir, með beinum eða óbeinum hætti, Ísraela og framlag þeirra í þessari keppni. Finnst þingmanninum eðlilega að Ríkisútvarpið hafi farið fram með slíkum hætti?“ spurði Gunnar Bragi. Beindi hann spurningu sinni að Bryndísi Haraldsdóttur. Hún hló í pontu og sagðist ekki geta svarað þessari spurningu þar sem hún hefði ekki fylgst með samfélagsmiðlum. Fyrr í dag var Gísli taggaður í tísti þar sem hann var hvattur til að telja upp stríðsglæpi Ísraels yfir flutningi Ísraelsmanna í kvöld. Hann svaraði og sagði kynningar sínar ekki eiga að vera pólitíska pistla. Þær ættu að vera fræðandi og skemmtilegar en væru ekki ónæmar fyrir því sem sé að gerast í heiminum. Kynningarnar mínar eru ekki pólitískir pistlar, heldur eiga fyrst og fremst að vera upplýsandi og skemmtilegar. En þær eru auðvitað ekki ónæmar fyrir því sem er að gerast í heiminum. En ég ítreka að ég skil hvatninguna og kann að meta ákafann.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) May 18, 2021
Eurovision Alþingi Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Sjá meira