„Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Snorri Másson skrifar 17. maí 2021 22:00 Allir fara í kynjafræði í Borgó, nema listnemar. Kynjafræðikennari telur þó að pressan á brautina að gera fagið að skyldu sé að verða sífellt meiri. Vísir/Vilhelm Kynjafræði varð skylduáfangi fyrir iðnnema í Borgarholtsskóla um áramótin. Héðan af er alveg sama hvort nemi er á félagsfræðibraut, í vélvirkjanámi eða stálsmíði: Hann tekur heilan kynjafræðiáfanga ef hann ætlar að útskrifast úr Borgó. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur haft veg og vanda af kynjafræði í skólanum frá 2007, þegar skólinn varð fyrstur framhaldsskóla til að bjóða upp á greinina sem valáfanga. Nú, fjórtán árum síðar, fara hátt í 80% allra nemenda Borgó í gegnum kynjafræði. Þeir eru um 1.100 eins og stendur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynja- og félagsfræðikennari við Borgarholtsskóla. „Þetta er orðið svo mikið að við erum tvær að kenna þetta,“ segir Hanna Björg, sem tók þó við fyrsta skylduhópnum úr iðnnámi í vetur. Áhugaverðast þar er auðvitað að hópurinn samanstendur næstum því alfarið af strákum. „Þeir voru sumir svolítið skrýtnir í framan,“ segir Hanna og hefur eftir einum efasemdarmanninum: „Ég ætla að vera bifvélavirki. Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Það var þannig töluverð áskorun að lempa drengina en þar kom að þeir sáu margir ljósið, eins og Hanna orðar það. „Þeir skrifa skýrslu og gera upp áfangann í lok annar og veistu, gullmolarnir sem ég er að lesa eftir þessar elskur.“ Þannig segjast drengirnir hafa verið neikvæðir gagnvart þessu framan af en eru nú mjög sáttir og segjast hafa lært helling. „Það er líka mamma búin að hafa samband við mig og þakka fyrir þetta. Drengurinn er þá búinn að vera við matarborðið að ræða málin við móður sína og systur.“ Hanna er síður en svo á því að kynjafræði verði óþörf eftir því sem fleiri vakna til vitundar um málefni kynjanna og segir að umræða á samfélagsmiðlum sé enn í skotgröfunum. „Umræðan er samhengislaus og sundurlaus oft á tíðum og þá er betra að setjast niður í öruggu rými kennslustofunnar og tala saman,“ segir Hanna. Hanna gerir ekki ráð fyrir öðru en að góður árangur í Borgó verði til þess að rúlla af stað snjóbolta inn í aðra framhaldsskóla, sem margir eru þegar farnir að innleiða kynjafræði. Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 Hreyfiaflið er í skólastofunni Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. 22. mars 2021 14:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur haft veg og vanda af kynjafræði í skólanum frá 2007, þegar skólinn varð fyrstur framhaldsskóla til að bjóða upp á greinina sem valáfanga. Nú, fjórtán árum síðar, fara hátt í 80% allra nemenda Borgó í gegnum kynjafræði. Þeir eru um 1.100 eins og stendur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynja- og félagsfræðikennari við Borgarholtsskóla. „Þetta er orðið svo mikið að við erum tvær að kenna þetta,“ segir Hanna Björg, sem tók þó við fyrsta skylduhópnum úr iðnnámi í vetur. Áhugaverðast þar er auðvitað að hópurinn samanstendur næstum því alfarið af strákum. „Þeir voru sumir svolítið skrýtnir í framan,“ segir Hanna og hefur eftir einum efasemdarmanninum: „Ég ætla að vera bifvélavirki. Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Það var þannig töluverð áskorun að lempa drengina en þar kom að þeir sáu margir ljósið, eins og Hanna orðar það. „Þeir skrifa skýrslu og gera upp áfangann í lok annar og veistu, gullmolarnir sem ég er að lesa eftir þessar elskur.“ Þannig segjast drengirnir hafa verið neikvæðir gagnvart þessu framan af en eru nú mjög sáttir og segjast hafa lært helling. „Það er líka mamma búin að hafa samband við mig og þakka fyrir þetta. Drengurinn er þá búinn að vera við matarborðið að ræða málin við móður sína og systur.“ Hanna er síður en svo á því að kynjafræði verði óþörf eftir því sem fleiri vakna til vitundar um málefni kynjanna og segir að umræða á samfélagsmiðlum sé enn í skotgröfunum. „Umræðan er samhengislaus og sundurlaus oft á tíðum og þá er betra að setjast niður í öruggu rými kennslustofunnar og tala saman,“ segir Hanna. Hanna gerir ekki ráð fyrir öðru en að góður árangur í Borgó verði til þess að rúlla af stað snjóbolta inn í aðra framhaldsskóla, sem margir eru þegar farnir að innleiða kynjafræði.
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 Hreyfiaflið er í skólastofunni Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. 22. mars 2021 14:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15
Hreyfiaflið er í skólastofunni Lagalegt jafnrétti ríkir á Íslandi en engu að síður horfumst við í augu við kynjamisrétti á flestum sviðum samfélagsins og vísbendingar eru um bakslag í baráttunni. 22. mars 2021 14:30