Lífið

Söngleikur byggður á tónlist Frikka Dórs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tónlist Friðriks Dórs verður til umfjöllunar í söngleiknum. 
Tónlist Friðriks Dórs verður til umfjöllunar í söngleiknum. 

Hópur ungmenna mun setja upp íslenskan söngleik í Gamla Bíó í ágúst og ber hann heitir Hlið við Hlið.

Leikstjóri, höfundur og framleiðandi verksins er Höskuldur Þór Jónsson. Leikhópurinn er skipaður af ungu og hæfileikaríku fólki og má þar m.a. nefna Kristinn Óla Haraldsson, betur þekktur sem Króli, Kolbein Sveinsson og Kötlu Njálsdóttur.

Haustið 2019 setti kjarni hópsins upp söngleikinn Ðe Lónlí Blú Bojs sem var sýndur í Bæjarbíói. Sýningin hlaut mikið lof og seldust upp ríflega í tuttugu sýningar.

Á morgun verður fyrsti samlesturinn á handritinu haldinn. Hann verður í Gamla Bíó og mun hópurinn koma þar saman og verður sjálfur Friðrik Dór einnig á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×