Dýrar og óafturkræfar offituaðgerðir siðferðislega ámælisverðar Snorri Másson skrifar 15. maí 2021 12:58 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir er formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún gerir alvarlegar athugasemdir við umfjöllun liðinna daga um offituaðgerðir. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, gagnrýnir harðlega „einhliða umfjöllun“ Fréttablaðsins um offituaðgerðir hjá Klíníkinni, sem hún segir skaðlegra fyrirbæri en þar er látið í veðri vaka. Tara varar við því að gróðasjónarmið séu að fléttast inn í heilbrigðisþjónustu gagnvart þeim jaðarsetta hópi sem feitir eru. Því þurfi að staldra við og íhuga málið. Einkastofur annast flestar svona aðgerðir. „Það að heilbrigðiskerfið skuli bjóða jaðarsettum einstaklingum upp á dýrar og óafturkræfar skurðaðgerðir til að gera þeim kleift að losna við jaðarsetningu sína í staðinn fyrir að vinna með samfélagslega rót hennar hlýtur að teljast siðferðislega ámælisvert,“ skrifar Tara Margrét í grein á Vísi. Tara segir að tölfræði, sem gefi til kynna að fylgikvillar af offituaðgerðum séu minni háttar og sjaldgæfir, sé oftar en ekki byggð á skekktum rannsóknum. Slíkar rannsóknir nái þar með ekki utan um vandann sem fólk upplifir í kjölfar aðgerðanna. Tvær ungar konur létu lífið Í frétt Fréttablaðsins var fjallað um að aðgerðir eins og hjáveitu- og magaermisgarðir gætu lengt líf sjúklinga um hátt í átta eða tíu ár. Fylgikvillarnir eru þar sagðir fátíðir. Tara er á öðru máli. „Það eru ekki liðin nema rétt rúm þrjú ár síðan að tvær ungar konur létu lífið í kjölfar offituaðgerða hér á landi. Samtök um líkamsvirðingu hafa fengið að heyra margar fleiri sögur frá þolendum og aðstandendum/eftirlifendum þeirra um þann skaða sem þessar aðgerðir geta haft. Það er eitthvað mikið að þegar þessar sögur berast ekki til heilbrigðisyfirvalda og þegar þær rannsóknir sem gerðar eru ná ekki utan um þær. Samtök um líkamsvirðingu óttast að offituaðgerðir verði enn eitt dæmið um misbeitingu heilbrigðisvísindanna gagnvart feitu fólki þegar fram líður,“ skrifar Tara. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri fara í aðgerð vegna offitu Klíníkin framkvæmir metfjölda offituaðgerða árið 2021 og stefnir í að þær verði tvöfalt fleiri en í fyrra. 9. maí 2021 16:34 Mikil eftirspurn eftir magaaðgerðum vegna offitu Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum. 21. desember 2019 22:00 Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. 26. júlí 2019 15:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Hugsanlegt oddvitaefni gæti tilkynnt framboð í kvöld Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Tara varar við því að gróðasjónarmið séu að fléttast inn í heilbrigðisþjónustu gagnvart þeim jaðarsetta hópi sem feitir eru. Því þurfi að staldra við og íhuga málið. Einkastofur annast flestar svona aðgerðir. „Það að heilbrigðiskerfið skuli bjóða jaðarsettum einstaklingum upp á dýrar og óafturkræfar skurðaðgerðir til að gera þeim kleift að losna við jaðarsetningu sína í staðinn fyrir að vinna með samfélagslega rót hennar hlýtur að teljast siðferðislega ámælisvert,“ skrifar Tara Margrét í grein á Vísi. Tara segir að tölfræði, sem gefi til kynna að fylgikvillar af offituaðgerðum séu minni háttar og sjaldgæfir, sé oftar en ekki byggð á skekktum rannsóknum. Slíkar rannsóknir nái þar með ekki utan um vandann sem fólk upplifir í kjölfar aðgerðanna. Tvær ungar konur létu lífið Í frétt Fréttablaðsins var fjallað um að aðgerðir eins og hjáveitu- og magaermisgarðir gætu lengt líf sjúklinga um hátt í átta eða tíu ár. Fylgikvillarnir eru þar sagðir fátíðir. Tara er á öðru máli. „Það eru ekki liðin nema rétt rúm þrjú ár síðan að tvær ungar konur létu lífið í kjölfar offituaðgerða hér á landi. Samtök um líkamsvirðingu hafa fengið að heyra margar fleiri sögur frá þolendum og aðstandendum/eftirlifendum þeirra um þann skaða sem þessar aðgerðir geta haft. Það er eitthvað mikið að þegar þessar sögur berast ekki til heilbrigðisyfirvalda og þegar þær rannsóknir sem gerðar eru ná ekki utan um þær. Samtök um líkamsvirðingu óttast að offituaðgerðir verði enn eitt dæmið um misbeitingu heilbrigðisvísindanna gagnvart feitu fólki þegar fram líður,“ skrifar Tara.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri fara í aðgerð vegna offitu Klíníkin framkvæmir metfjölda offituaðgerða árið 2021 og stefnir í að þær verði tvöfalt fleiri en í fyrra. 9. maí 2021 16:34 Mikil eftirspurn eftir magaaðgerðum vegna offitu Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum. 21. desember 2019 22:00 Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. 26. júlí 2019 15:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Hugsanlegt oddvitaefni gæti tilkynnt framboð í kvöld Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Margfalt fleiri fara í aðgerð vegna offitu Klíníkin framkvæmir metfjölda offituaðgerða árið 2021 og stefnir í að þær verði tvöfalt fleiri en í fyrra. 9. maí 2021 16:34
Mikil eftirspurn eftir magaaðgerðum vegna offitu Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum. 21. desember 2019 22:00
Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. 26. júlí 2019 15:00