Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík Eiður Þór Árnason skrifar 12. maí 2021 17:34 Sergei Lavrov og Antony Blinken, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna. Vísir/AP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi. Áður hafði verið greint frá því að utanríkisráðherrarnir myndu koma til Íslands og sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins sem fram fer í Reykjavík þann 19. og 20. maí. Rússneska utanríkisráðuneytið staðfesti svo í dag að ráðherrarnir hafi rætt saman í síma og fallist á að eiga tvíhliða fund á Íslandi. Verður það í fyrsta sinn sem utanríkisráðherrarnir hittast. Taka við formennsku í ráðinu Lavrov mun leiða sendinefnd Rússlands á fundi Norðurskautsráðsins þar sem Rússar munu taka við formennsku í ráðinu af Íslendingum til næstu tveggja ára. Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur sagt að það sé mikið gleðiefni að ráðherrarnir hafi boðað komu sína til Íslands. „Það liggur fyrir að Reykjavíkurborg er tilbúin til þess að bjóða fram Höfða ef svo ber undir en auðvitað eru margir fleiri fundarstaðir sem koma til greina,“ sagði Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu í apríl þegar enn átti eftir að staðfesta að yrði af tvíhliða fundi Lavrov og Blinken. 35 ár eru síðan Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev, þá leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, funduðu í Höfða eins og frægt er orðið. Ljóst er að augu heimspressunnar munu aftur beinast að Íslandi síðar í mánuðinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Rússland Reykjavík Norðurslóðir Utanríkismál Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Höfði stendur þeim Blinken og Lavrov til boða „Þessar fréttir eru nýtilkomnar og eru mikið gleðiefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um staðfesta komu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands hingað til lands í maí. 20. apríl 2021 15:07 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Áður hafði verið greint frá því að utanríkisráðherrarnir myndu koma til Íslands og sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins sem fram fer í Reykjavík þann 19. og 20. maí. Rússneska utanríkisráðuneytið staðfesti svo í dag að ráðherrarnir hafi rætt saman í síma og fallist á að eiga tvíhliða fund á Íslandi. Verður það í fyrsta sinn sem utanríkisráðherrarnir hittast. Taka við formennsku í ráðinu Lavrov mun leiða sendinefnd Rússlands á fundi Norðurskautsráðsins þar sem Rússar munu taka við formennsku í ráðinu af Íslendingum til næstu tveggja ára. Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur sagt að það sé mikið gleðiefni að ráðherrarnir hafi boðað komu sína til Íslands. „Það liggur fyrir að Reykjavíkurborg er tilbúin til þess að bjóða fram Höfða ef svo ber undir en auðvitað eru margir fleiri fundarstaðir sem koma til greina,“ sagði Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu í apríl þegar enn átti eftir að staðfesta að yrði af tvíhliða fundi Lavrov og Blinken. 35 ár eru síðan Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev, þá leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, funduðu í Höfða eins og frægt er orðið. Ljóst er að augu heimspressunnar munu aftur beinast að Íslandi síðar í mánuðinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rússland Reykjavík Norðurslóðir Utanríkismál Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Höfði stendur þeim Blinken og Lavrov til boða „Þessar fréttir eru nýtilkomnar og eru mikið gleðiefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um staðfesta komu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands hingað til lands í maí. 20. apríl 2021 15:07 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Höfði stendur þeim Blinken og Lavrov til boða „Þessar fréttir eru nýtilkomnar og eru mikið gleðiefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um staðfesta komu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands hingað til lands í maí. 20. apríl 2021 15:07
Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23