Sinubruni á Laugarnesi Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 11. maí 2021 19:26 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum. Vísir/Vésteinn Slökkvilið hefur verið kallað út vegna sinubruna á Laugarnesi í Reykjavík. Ekki er um að ræða mikinn eld og vinnur slökkvilið nú að því að stýra eldinum að veginum að sögn aðstoðarvarðstjóra. Talið er að eldurinn logi á um það bil eins hektara svæði milli Kleppsvegar og Héðinsgötu. Tilkynnt var um eldinn klukkan 19:15 en óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum í ljósi þurrka. Uppfært klukkan 19:53: Slökkviliðið er langt komið með að slökkva eldinn. „Hér er allt með kyrrum kjörum. Við náðum að loka þessu í sitthvorn endann og stýrðum þessu yfir að veginum og þá var allt í góðu,“ sagði Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um klukkan átta. Mikið hefur verið um gróðurelda undanfarna daga vegna þurrka. Lögregla og slökkvilið hafa víða aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þessa. Óvissustig almannavarna er nú í gildi á svæði sem nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. Fyrr í dag loguðu gróðureldar í Grímsnesi, á Vatnsleysuströnd og við Hvaleyrarvatn. „Því miður er þetta að gerast núna í þessari þurrkatíð og við hvetjum fólk til að fara varlega og gæta að sér,“ segir Finnur. Það er þá einna helst að vera ekki með eld, sígarettur og annað úti í náttúrunni þar sem gras og gróður er þurr. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir/Vésteinn Vísir/Vésteinn Vísir/Atli Vísir/Atli Reykurinn sást vel frá fréttastofunni á Suðurlandsbraut.Vísir/Vésteinn Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. 11. maí 2021 18:41 Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi. 11. maí 2021 15:29 Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11. maí 2021 14:13 Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. 11. maí 2021 12:09 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Talið er að eldurinn logi á um það bil eins hektara svæði milli Kleppsvegar og Héðinsgötu. Tilkynnt var um eldinn klukkan 19:15 en óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum í ljósi þurrka. Uppfært klukkan 19:53: Slökkviliðið er langt komið með að slökkva eldinn. „Hér er allt með kyrrum kjörum. Við náðum að loka þessu í sitthvorn endann og stýrðum þessu yfir að veginum og þá var allt í góðu,“ sagði Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um klukkan átta. Mikið hefur verið um gróðurelda undanfarna daga vegna þurrka. Lögregla og slökkvilið hafa víða aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þessa. Óvissustig almannavarna er nú í gildi á svæði sem nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. Fyrr í dag loguðu gróðureldar í Grímsnesi, á Vatnsleysuströnd og við Hvaleyrarvatn. „Því miður er þetta að gerast núna í þessari þurrkatíð og við hvetjum fólk til að fara varlega og gæta að sér,“ segir Finnur. Það er þá einna helst að vera ekki með eld, sígarettur og annað úti í náttúrunni þar sem gras og gróður er þurr. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir/Vésteinn Vísir/Vésteinn Vísir/Atli Vísir/Atli Reykurinn sást vel frá fréttastofunni á Suðurlandsbraut.Vísir/Vésteinn
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. 11. maí 2021 18:41 Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi. 11. maí 2021 15:29 Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11. maí 2021 14:13 Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. 11. maí 2021 12:09 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. 11. maí 2021 18:41
Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi. 11. maí 2021 15:29
Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11. maí 2021 14:13
Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. 11. maí 2021 12:09