Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Kolbeinn Tumi Daðason, Kjartan Kjartansson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 11. maí 2021 12:09 Eldur logar í Grímsnesinu. Landhelgisgæslan Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. Eldurinn kom upp við Hæðarenda rétt við hlíðar Búrfells í Grímsnesi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að slökkviliðsmenn séu búnir að slökkva eldinn og vinni nú að því að drepa í glæðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar ferjaði slökkviliðsmenn á staðinn. Sigurður Karl Jónsson, íbúi á Hæðarenda í Grímsnesinu, segir við fréttaritara Vísis á Suðurlandi að sinubruninn hafi kviknað út frá slípirokk sem hann var að nota. „Já, þetta var mjög fljótt að gerast,“ segir Sigurður. Hann hafi verið að sjóða saman hitaveiturör og það hafi gengið vel í gær. Hann teldi að næturfrost hefði verið í nótt eða einhver raki. En svo hafi ekki verið. Allt hafi verið skraufaþurrt. Óvissustig vegna gróðurelda hefur verið í gildi á svæðinu frá því á fimmtudag. Sumarhúsabyggðir eru bæði fyrir ofan og neðan staðinn þar sem eldurinn logaði. Pétur slökkviliðsstjóri segir gróður svo þurran að gras brotni undan manni. „Ef við vöðum ekki af stað í svona strax getum við misst hlutina í algert óefni,“ segir hann við Vísi. Almannavarnir juku viðbúnað og lýstu yfir hættuástandi vegna gróðurelda allt frá Eyjafjöllum í austri að Breiðafirði í vestri í hádeginu. Ákvörðunin var tekin vegna viðvarandi þurrks sem ekki sér fyrir endann á. Þá hefur meðferð opins elds verið bönnuð á svæðinu. Pétur segir óskandi að fólk fari eftir tilmælum almannavarna og vinni hvorki né vesenist með opinn eld utandyra. „Það er lífshættulegt ástand,“ segir hann. Slökkviliðsmenn að störfum í dag. Eldurinn kviknaði þegar bóndi vann með slípirokk við hitaveiturör.Vísir/Magnús Hlynur Annað sjónarhorn af gróðureldinum.Aðsend Í myndbandinu má sjá þyrluna sækja slökkviliðsmenn á Selfoss. Fréttin hefur verið uppfærð. Gróðureldar á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Landhelgisgæslan Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Eldurinn kom upp við Hæðarenda rétt við hlíðar Búrfells í Grímsnesi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að slökkviliðsmenn séu búnir að slökkva eldinn og vinni nú að því að drepa í glæðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar ferjaði slökkviliðsmenn á staðinn. Sigurður Karl Jónsson, íbúi á Hæðarenda í Grímsnesinu, segir við fréttaritara Vísis á Suðurlandi að sinubruninn hafi kviknað út frá slípirokk sem hann var að nota. „Já, þetta var mjög fljótt að gerast,“ segir Sigurður. Hann hafi verið að sjóða saman hitaveiturör og það hafi gengið vel í gær. Hann teldi að næturfrost hefði verið í nótt eða einhver raki. En svo hafi ekki verið. Allt hafi verið skraufaþurrt. Óvissustig vegna gróðurelda hefur verið í gildi á svæðinu frá því á fimmtudag. Sumarhúsabyggðir eru bæði fyrir ofan og neðan staðinn þar sem eldurinn logaði. Pétur slökkviliðsstjóri segir gróður svo þurran að gras brotni undan manni. „Ef við vöðum ekki af stað í svona strax getum við misst hlutina í algert óefni,“ segir hann við Vísi. Almannavarnir juku viðbúnað og lýstu yfir hættuástandi vegna gróðurelda allt frá Eyjafjöllum í austri að Breiðafirði í vestri í hádeginu. Ákvörðunin var tekin vegna viðvarandi þurrks sem ekki sér fyrir endann á. Þá hefur meðferð opins elds verið bönnuð á svæðinu. Pétur segir óskandi að fólk fari eftir tilmælum almannavarna og vinni hvorki né vesenist með opinn eld utandyra. „Það er lífshættulegt ástand,“ segir hann. Slökkviliðsmenn að störfum í dag. Eldurinn kviknaði þegar bóndi vann með slípirokk við hitaveiturör.Vísir/Magnús Hlynur Annað sjónarhorn af gróðureldinum.Aðsend Í myndbandinu má sjá þyrluna sækja slökkviliðsmenn á Selfoss. Fréttin hefur verið uppfærð.
Gróðureldar á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Landhelgisgæslan Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira