Sinubruni á Laugarnesi Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 11. maí 2021 19:26 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum. Vísir/Vésteinn Slökkvilið hefur verið kallað út vegna sinubruna á Laugarnesi í Reykjavík. Ekki er um að ræða mikinn eld og vinnur slökkvilið nú að því að stýra eldinum að veginum að sögn aðstoðarvarðstjóra. Talið er að eldurinn logi á um það bil eins hektara svæði milli Kleppsvegar og Héðinsgötu. Tilkynnt var um eldinn klukkan 19:15 en óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum í ljósi þurrka. Uppfært klukkan 19:53: Slökkviliðið er langt komið með að slökkva eldinn. „Hér er allt með kyrrum kjörum. Við náðum að loka þessu í sitthvorn endann og stýrðum þessu yfir að veginum og þá var allt í góðu,“ sagði Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um klukkan átta. Mikið hefur verið um gróðurelda undanfarna daga vegna þurrka. Lögregla og slökkvilið hafa víða aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þessa. Óvissustig almannavarna er nú í gildi á svæði sem nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. Fyrr í dag loguðu gróðureldar í Grímsnesi, á Vatnsleysuströnd og við Hvaleyrarvatn. „Því miður er þetta að gerast núna í þessari þurrkatíð og við hvetjum fólk til að fara varlega og gæta að sér,“ segir Finnur. Það er þá einna helst að vera ekki með eld, sígarettur og annað úti í náttúrunni þar sem gras og gróður er þurr. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir/Vésteinn Vísir/Vésteinn Vísir/Atli Vísir/Atli Reykurinn sást vel frá fréttastofunni á Suðurlandsbraut.Vísir/Vésteinn Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. 11. maí 2021 18:41 Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi. 11. maí 2021 15:29 Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11. maí 2021 14:13 Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. 11. maí 2021 12:09 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Talið er að eldurinn logi á um það bil eins hektara svæði milli Kleppsvegar og Héðinsgötu. Tilkynnt var um eldinn klukkan 19:15 en óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum í ljósi þurrka. Uppfært klukkan 19:53: Slökkviliðið er langt komið með að slökkva eldinn. „Hér er allt með kyrrum kjörum. Við náðum að loka þessu í sitthvorn endann og stýrðum þessu yfir að veginum og þá var allt í góðu,“ sagði Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um klukkan átta. Mikið hefur verið um gróðurelda undanfarna daga vegna þurrka. Lögregla og slökkvilið hafa víða aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þessa. Óvissustig almannavarna er nú í gildi á svæði sem nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. Fyrr í dag loguðu gróðureldar í Grímsnesi, á Vatnsleysuströnd og við Hvaleyrarvatn. „Því miður er þetta að gerast núna í þessari þurrkatíð og við hvetjum fólk til að fara varlega og gæta að sér,“ segir Finnur. Það er þá einna helst að vera ekki með eld, sígarettur og annað úti í náttúrunni þar sem gras og gróður er þurr. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir/Vésteinn Vísir/Vésteinn Vísir/Atli Vísir/Atli Reykurinn sást vel frá fréttastofunni á Suðurlandsbraut.Vísir/Vésteinn
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. 11. maí 2021 18:41 Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi. 11. maí 2021 15:29 Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11. maí 2021 14:13 Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. 11. maí 2021 12:09 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. 11. maí 2021 18:41
Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi. 11. maí 2021 15:29
Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11. maí 2021 14:13
Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. 11. maí 2021 12:09