Segir að Íslendingurinn í Rauðagerðismálinu muni leita réttar síns Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. maí 2021 16:56 Steinbergur Finnbogason var lögmaður Íslendingsins sem sat um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á Rauðgerðismálinu. Steinbergur var síðar settur af sem verjandi Íslendingsins og fékk stöðu vitnis við rannsókn málsins. „Þetta er enn eitt augljósa dæmið um hvernig lögreglan fer stundum offari í rannsóknum sínum og yfirlýsingum,“ segir Steinbergur Finnbogason lögmaður um rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu. Steinbergur var fyrst um sinn lögmaður rúmlega fertugs Íslendings sem var um tíma í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stóð. Embætti héraðssaksóknara hefur nú ákært fjóra, þrjá karla og eina konu, vegna Rauðagerðismálsins, en Íslendingurinn umræddi er ekki meðal þeirra. Steinbergur var settur af sem verjandi Íslendingsins og fékk stöðu vitnis við rannsókn málsins. Íslendingurinn sætti farbanni vegna málsins og var meðal fjórtán sakborninga í málinu, en fjórir þeirra hafa verið ákærðir. „Forsenda fyrir gæsluvarðhaldi, húsleit, farbanni og alls kyns fjölmiðlayfirlýsingum dögum og vikum saman verður að vera rökstuddur grunur um saknæmt athæfi. Ekkert slíkt fannst. Umbjóðandi minn var með fjölskyldu sinni úti á landi þegar atburðurinn átti sér stað og kom þar einfaldlega hvergi nærri,“ segir Steinbergur. Hann segir lögreglu hafa haldið uppi „leiktjöldum“ löngu eftir að rannsóknin hafði veikt grunsemdir til muna. „Meðal annars á blaðamannafundi þar sem enn var gefið í skyn að umbjóðandi minn tengdist morðinu með einhverjum hætti. Á sama tíma var hann líka sviptur lögmanni sínum með bellibrögðum lögreglunnar - fullkomlega að ástæðulausu eins og ljóst var allan tímann,“ segir Steinbergur. Hann segir það liggja í augum uppi að umbjóðandi hans muni leita réttar síns. „Hvorki lögreglan né réttvísin í heild sinni á að geta leyft sér vinnubrögð af þessu tagi án þess að svara fyrir þau á réttum vettvangi.“ Morð í Rauðagerði Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Steinbergur var fyrst um sinn lögmaður rúmlega fertugs Íslendings sem var um tíma í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stóð. Embætti héraðssaksóknara hefur nú ákært fjóra, þrjá karla og eina konu, vegna Rauðagerðismálsins, en Íslendingurinn umræddi er ekki meðal þeirra. Steinbergur var settur af sem verjandi Íslendingsins og fékk stöðu vitnis við rannsókn málsins. Íslendingurinn sætti farbanni vegna málsins og var meðal fjórtán sakborninga í málinu, en fjórir þeirra hafa verið ákærðir. „Forsenda fyrir gæsluvarðhaldi, húsleit, farbanni og alls kyns fjölmiðlayfirlýsingum dögum og vikum saman verður að vera rökstuddur grunur um saknæmt athæfi. Ekkert slíkt fannst. Umbjóðandi minn var með fjölskyldu sinni úti á landi þegar atburðurinn átti sér stað og kom þar einfaldlega hvergi nærri,“ segir Steinbergur. Hann segir lögreglu hafa haldið uppi „leiktjöldum“ löngu eftir að rannsóknin hafði veikt grunsemdir til muna. „Meðal annars á blaðamannafundi þar sem enn var gefið í skyn að umbjóðandi minn tengdist morðinu með einhverjum hætti. Á sama tíma var hann líka sviptur lögmanni sínum með bellibrögðum lögreglunnar - fullkomlega að ástæðulausu eins og ljóst var allan tímann,“ segir Steinbergur. Hann segir það liggja í augum uppi að umbjóðandi hans muni leita réttar síns. „Hvorki lögreglan né réttvísin í heild sinni á að geta leyft sér vinnubrögð af þessu tagi án þess að svara fyrir þau á réttum vettvangi.“
Morð í Rauðagerði Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00