Lífið

Daði og Árný fara yfir það hvernig þau gerðu vélmennin og búningana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Árný  og Daði fara vel yfir málið.
Árný  og Daði fara vel yfir málið.

Þann 20. maí stígur Daði Freyr ásamt Gagnamagninu á sviðið í Ahoy-höllinni í Rotterdam og flytja þau lagið 10 Years fyrir Íslands hönd í Eurovision.

Veðbankar spá laginu nú 6. sætinu í keppninni en á dögunum kom út tónlistarmyndband við lagið þar sem sjá má vélmenni liðsmenn Gagnamagnsins í einskonar ofurhetjubúningum.

Parið Daði Freyr og Árný fara yfir það hvernig búningarnir og vélmennin voru gerð fyrir myndbandið í yfirferð sinni um búningana á YouTube-síðu Daða Freys.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.

Daði Freyr stígur á sviðið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í dag á fyrstu æfingu íslenska hópsins.

Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.