Innlent

Töldu sig mega koma því Spánn var grænn þegar þau keyptu farmiða

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Fólk  kom með flugi frá Spáni í gær var stöðvað við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli því landið er skilgrein hættusvæði. Þau töldu sig í rétti því landið var grænt þegar þau keyptu miða til Íslands. 
Fólk  kom með flugi frá Spáni í gær var stöðvað við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli því landið er skilgrein hættusvæði. Þau töldu sig í rétti því landið var grænt þegar þau keyptu miða til Íslands.  Vísir

Tíu ferðamenn sem komu til landsins frá Spáni í gær var snúið til baka í morgun. Fólkið var ósátt við að mega ekki dvelja hér og sagðist hafa keypt farmiða þegar Spánn var grænt land. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir það ekki skipta máli heldur hvort land sé skilgreint hættusvæði þegar fólk kemur til landsins.

Fólkið var stöðvað við komuna til landsins í gær.  Frá og með 7. maí tók gildi reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðum til landsins frá tilgreindum hættusvæðum, bannið gildir til 24. maí.

Bannið á við alla útlendinga jafnt EES og EFTA borgara. Bannið tekur ekki til þeirra sem hafa fasta búsetu hér á landi, eða til þeirra sem eru bólusettir.

Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að fólkið hafi ekki gert sér grein fyrir að Spánn væri skilgreint sem hættusvæði hér á landi. 

„Það er úrræði hérna við flugvöllinn þar sem þeir voru vistaðir á hóteli þessa daga meðan verið var að vinna í frávísuninni.  Þetta er ókeypis úrræði fyrir viðkomandi ferðamenn,“ segir Arngrímur.  

Fólkinu var svo snúið heim á leið í morgun.

„Að sjálfsögðu voru þeir ekki sáttir og töldu sig mega vera hér. Þeir vildu meina að þeir hefðu skráð sig í ferðina þegar Spánn var skilgreint sem grænt land og á þeim forsendum  mættu þeir vera hérna,“ segir hann.

Arngrímur segir þetta skýrt dæmi um mikilvægi þess að ferðamenn fylgist vel með ferðatakmörkunum og reglugerðum áður en það leggur í ferðalög.

„Fólk er hvatt til á þessum tímum að fylgjast vel með því það geta orðið daglegar breytingar á ferðatakmörkunum. Hér á landi geta hlutirnir breyst með skömmum fyrirvara. Það er vel auglýst hvað reglur gilda á hverjum tíma á vefsíðum utanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra, Landlæknis og Covid.is Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.