Skiptir máli að ráða fólk á grundvelli hæfni fremur en kunningjaskapar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 17:52 Þingmaður Pírata óskaði eftir svörum um ráðningar aðstoðarmanna dómara. vísir/Vilhelm Störf aðstoðarmanna dómara í Hæstarétti hafa ekki verið auglýst frá því að lög um dómstóla tóku gildi í ársbyrjun 2018. Störf aðstoðarmanna í Landsrétti voru einungis auglýst við stofnun réttarins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem óskað var eftir svörum um hversu oft hafi verið ráðið í störf aðstoðarmanna dómara í héraði, Landsrétti og Hæstarétti frá því að núgildandi lög um dómstóla tóku gildi. Samkvæmt svarinu hafa þrír aðstoðarmenn dómara við Hæstarétt verið ráðnir frá gildistöku; einn árið 2019 og tveir 2020. Þar segir að störfin hafi ekki verið auglýst þar sem aðstoðarmennirnir voru til að byrja með ráðnir tímabundið. Í svarinu segir jafnframt að fjórtán einstaklingar hafi verið ráðnir sem aðstoðarmenn dómara við Landsrétt á tímabilinu. Átta stöður voru auglýstar við stofnun Landsréttar en síðan hafa sex verið ráðnir án auglýsingar. Allir aðstoðarmenn við héraðsdóm Reykjavíkur hafa verið ráðnir að undangenginni auglýsingu. Samkvæmt dómstólalögum er ekki skylt að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara við Landsrétt og Hæstarétt en í greinargerð með frumvarpi laganna segir þó að störfin beri að meginstefnu að auglýsa. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Bagaleg staða „Ég myndi vilja að þessar stöður væru almennt auglýstar,“ segir Andrés Ingi. „Þetta eru mikilvæg störf og það skiptir máli að ráða fólk á grundvelli hæfni fremur en á grundvelli kunningjaskapar líkt og þegar gert er án auglýsingar.“ Hann bendir á að það sé meginregla að auglýsa beri ábyrgðastöður hjá dómstólum. „Það er bagalegt að enginn aðstoðarmaður hæstaréttardómara sé ráðinn eftir auglýsingu og að það hafi ekki verið gert í Landsrétti nema þegar dómstóllinn var settur á laggirnir,“ segir Andrés. „Þetta lítur ekkert alltof vel út og það er spurning hvernig best er að bera sig að í því laga þetta.“ Dómstólar Alþingi Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem óskað var eftir svörum um hversu oft hafi verið ráðið í störf aðstoðarmanna dómara í héraði, Landsrétti og Hæstarétti frá því að núgildandi lög um dómstóla tóku gildi. Samkvæmt svarinu hafa þrír aðstoðarmenn dómara við Hæstarétt verið ráðnir frá gildistöku; einn árið 2019 og tveir 2020. Þar segir að störfin hafi ekki verið auglýst þar sem aðstoðarmennirnir voru til að byrja með ráðnir tímabundið. Í svarinu segir jafnframt að fjórtán einstaklingar hafi verið ráðnir sem aðstoðarmenn dómara við Landsrétt á tímabilinu. Átta stöður voru auglýstar við stofnun Landsréttar en síðan hafa sex verið ráðnir án auglýsingar. Allir aðstoðarmenn við héraðsdóm Reykjavíkur hafa verið ráðnir að undangenginni auglýsingu. Samkvæmt dómstólalögum er ekki skylt að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara við Landsrétt og Hæstarétt en í greinargerð með frumvarpi laganna segir þó að störfin beri að meginstefnu að auglýsa. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Bagaleg staða „Ég myndi vilja að þessar stöður væru almennt auglýstar,“ segir Andrés Ingi. „Þetta eru mikilvæg störf og það skiptir máli að ráða fólk á grundvelli hæfni fremur en á grundvelli kunningjaskapar líkt og þegar gert er án auglýsingar.“ Hann bendir á að það sé meginregla að auglýsa beri ábyrgðastöður hjá dómstólum. „Það er bagalegt að enginn aðstoðarmaður hæstaréttardómara sé ráðinn eftir auglýsingu og að það hafi ekki verið gert í Landsrétti nema þegar dómstóllinn var settur á laggirnir,“ segir Andrés. „Þetta lítur ekkert alltof vel út og það er spurning hvernig best er að bera sig að í því laga þetta.“
Dómstólar Alþingi Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira