Lífið

Skrautlegar sögur Ella Grill á rúntinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elli Grill fór á kostum á rúntinum. 
Elli Grill fór á kostum á rúntinum. 

Þættirnir Á rúntinum hefja göngu sína á Vísi í dag og eru það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina.

Fyrsti gesturinn er tónlistarmaðurinn Elli Grill og ræða þeir félagar um allt milli himins og jarðar.

Hann segist meðal annars hafa átt íbúð þar sem tónlistarmaðurinn Jógvan hafi verið að leigja af honum og stundum hafi hann ekki borgað leiguna.

Snoop Dogg og Eurovision

Elli segir skemmtilega stöðu frá því þegar hann var að flúra fólk á sviðinu á tónleikum Snoop Dogg hér á landi á sínum tíma.

Hann ræðir einnig um Eurovision ævintýrið sem hann fór í með Barða Bang Gang. Hvernig það kom allt til á skemmtilegan hátt og hvernig Barði græjaði lagið á sama degi og átti að skila inn.

Klippa: Á rúntinum - Elli Grill

Þættirnir Á rúntinum verða sýndir hér á Vísi í sumar. Þar er rætt við tónlistarfólk eins og Séra Jón, Siggu Beinteins, dj. flugvél og geimskip, Blaz Roca, Grétu Salóme og Steina í Quarashi. 


Tengdar fréttir

„Ræðum um allt milli himins og jarðar“

Þættirnir Á rúntinum hefja göngu sína á Vísi í byrjun næsta mánaðar og eru það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þáttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×