Innlent

Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“

Snorri Másson skrifar
Óþægilega stórt svæði er undirlagt sinubruna sem hófst um klukkan fjögur í dag.
Óþægilega stórt svæði er undirlagt sinubruna sem hófst um klukkan fjögur í dag. Vísir/Vilhelm

Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm.

„Þetta er mjög bagalegt,“ segir Vernharður, sem lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hve óheppileg staðsetning brunans væri. Fara þyrfti langar leiðir með vatn fyrir slökkvistarfið og lítið væri um greiðar aðkomuleiðir.

Ragnar Axelsson og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, hafa verið á vettvangi í dag og myndað svæðið, sem slökkviliðsmaðurinn lýsir sem „óþægilega stóru.“ Tekist hefur að stöðva helstu útbreiðsluna en eldurinn logar enn.

Hér má fylgjast með beinni lýsingu af sinubrunanum.

Svæðið er um tveir ferkílómetrar, að sögn Vernharðs.

Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×