Lífið

Daði Freyr með Eurovision-tónleika á rás keppninnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr fer á kostum á tónleikunum. 
Daði Freyr fer á kostum á tónleikunum. 

Daði Freyr stóð fyrir Eurovision-tónleikum á YouTube-rás keppninnar þann 1. maí síðastliðinn.

Daði Freyr og Gagnamagnið koma fram fyrir Íslands hönd í Eurovision 20. maí á seinna undankvöldinu í Eurovision en lokakvöldið verður svo 22. maí í Ahoy höllinni í Rotterdam.

Streymistónleikar Daða stóðu yfir í hálftíma og tók hann nokkuð vel þekkt Eurovision-lög og má þar meðan annars nefna Minn hinsti dans með Páli Óskari, belgíska lagið City Lights með Blanche og síðan 10 Years sem er framlag Íslands í keppninni í ár.

hér að neðan má sjá lagalistann sjálfan en þar fyrir neðan er hægt að horfa á tónleikana í heild sinni.

Satellite - Lena (Þýskaland)

Der står et billede på mit bord - Rollo & King (Danmörk)

Minn Hinsti Dans - Paul Oscar (Ísland)

Qéle, qéle - Sirusho (Armenía)

In My Dreams - Wig Wam (Noregur)

Save Your Kisses For Me - Brotherhood of Man (Bretland)

City Lights - Blanche (Belgía)

Uno - Little Big (Rússland)

Dancing Lasha Tumbai - Verka Serduchka (Úkraína)

10 Years - Daði & Gagnamagnið (Ísland)
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.