Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. maí 2021 12:30 Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Mission framleiðsla „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. „Félagið hefur alveg kallað eftir því að það sé auðveldara aðgengi að okkur. Það er ekki að það skorti beint iðjuþjálfa, við erum alveg mörg, en við erum ekki í grunnþjónustunni. Við erum ekki til staðar þar sem þú getur sótt þína þjónustu sem þú átt skilið.“ Gunnhildur var gestur í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild og má horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ræddi þar meðal annars iðjuþjálfastarfið sem hún segir að gefi tækifæri til að starfa á mjög breiðum vettvangi. Klippa: Spjallið með Góðvild - Gunnhildur Jakobsdóttir Endurhæfing í víðum skilningi Gunnhildur segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé betra á landsbyggðinni en í Reykjavík. En ekki alls staðar og margir þurfa að ferðast langt til að fá þessa þjónustu. Á Akureyri, þar sem iðjuþjálfanámið er kennt, er þetta þó orðið fastur hluti af grunnþjónustu. „Fyrir norðan er núna hefði fyrir því að grunnskólar hafi iðjuþjálfa.“ Það er því ójöfnuður í samfélaginu eftir búsetu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun. „Þú gengur hvergi inn hér á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis inn í heilsugæsluna, og færð þjónustu. Segjum að þú sért kannski með hreyfihömlun og viljir fá heimilisathugun eða aðstoð við að sækja um hjálpartæki og orðinn 18 ára, þá þarftu að handleggsbrotna og fara á sjúkrahús til að fá þjónustu iðjuþjálfa. Það er ekkert inni í okkar velferðarkerfi.“ Gunnhildur segir mikilvægt að horfa á heildarmyndina, vera með snemmtæk úrræði, grípa inn í og vera til staðar. „Við lítum á endurhæfingu í víðum skilningi.“ Hún segir að það geti verið mjög dýrt fyrir samfélagið að fá ekki þessa þjónustu. Margir viti heldur ekki af þessari þjónustu og því sem hægt er að fá aðstoð með. Hundurinn fær oft það hlutverk að velja æfingar fyrir barnið. Fyrir suma er nóg að vita af hundinum í rýminu, það brýtur ísinn fyrir barnið. Í kjölfarið á meistaranáminu í iðjuþjálfun fór Gunnhildur í nám varðandi notkun hunda í þjálfuninni og ræðir hún um það í þættinum hér ofar í fréttinni. Hér að neðan má sjá stutt myndband hennar af þjónustuhundinum Skottu hitta barn í iðjuþjálfun. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Spjallið með Góðvild Dýr Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. 23. apríl 2021 09:15 Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. 20. apríl 2021 09:00 „Lífið er ekki sanngjarnt“ „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. 13. apríl 2021 15:30 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
„Félagið hefur alveg kallað eftir því að það sé auðveldara aðgengi að okkur. Það er ekki að það skorti beint iðjuþjálfa, við erum alveg mörg, en við erum ekki í grunnþjónustunni. Við erum ekki til staðar þar sem þú getur sótt þína þjónustu sem þú átt skilið.“ Gunnhildur var gestur í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild og má horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ræddi þar meðal annars iðjuþjálfastarfið sem hún segir að gefi tækifæri til að starfa á mjög breiðum vettvangi. Klippa: Spjallið með Góðvild - Gunnhildur Jakobsdóttir Endurhæfing í víðum skilningi Gunnhildur segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé betra á landsbyggðinni en í Reykjavík. En ekki alls staðar og margir þurfa að ferðast langt til að fá þessa þjónustu. Á Akureyri, þar sem iðjuþjálfanámið er kennt, er þetta þó orðið fastur hluti af grunnþjónustu. „Fyrir norðan er núna hefði fyrir því að grunnskólar hafi iðjuþjálfa.“ Það er því ójöfnuður í samfélaginu eftir búsetu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun. „Þú gengur hvergi inn hér á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis inn í heilsugæsluna, og færð þjónustu. Segjum að þú sért kannski með hreyfihömlun og viljir fá heimilisathugun eða aðstoð við að sækja um hjálpartæki og orðinn 18 ára, þá þarftu að handleggsbrotna og fara á sjúkrahús til að fá þjónustu iðjuþjálfa. Það er ekkert inni í okkar velferðarkerfi.“ Gunnhildur segir mikilvægt að horfa á heildarmyndina, vera með snemmtæk úrræði, grípa inn í og vera til staðar. „Við lítum á endurhæfingu í víðum skilningi.“ Hún segir að það geti verið mjög dýrt fyrir samfélagið að fá ekki þessa þjónustu. Margir viti heldur ekki af þessari þjónustu og því sem hægt er að fá aðstoð með. Hundurinn fær oft það hlutverk að velja æfingar fyrir barnið. Fyrir suma er nóg að vita af hundinum í rýminu, það brýtur ísinn fyrir barnið. Í kjölfarið á meistaranáminu í iðjuþjálfun fór Gunnhildur í nám varðandi notkun hunda í þjálfuninni og ræðir hún um það í þættinum hér ofar í fréttinni. Hér að neðan má sjá stutt myndband hennar af þjónustuhundinum Skottu hitta barn í iðjuþjálfun. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Spjallið með Góðvild Dýr Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. 23. apríl 2021 09:15 Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. 20. apríl 2021 09:00 „Lífið er ekki sanngjarnt“ „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. 13. apríl 2021 15:30 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30
Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. 23. apríl 2021 09:15
Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. 20. apríl 2021 09:00
„Lífið er ekki sanngjarnt“ „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. 13. apríl 2021 15:30
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”