„Ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær þá?“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2021 15:44 Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs HÍ. Vísir/arnar Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir miður að viðbótarstuðningsaðgerðir stjórnvalda við stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins nái ekki til allra stúdenta. Ganga hefði þurft enn lengra en stjórnvöld hafi boðað. Hækkun grunnframfærslu námslána sé aðal áhyggjuefnið sem barist hafi verið fyrir í mörg ár, en því hafi ekki verið brugðist við með fullnægjandi hætti. Stjórnvöld samþykktu aðgerðir sem ætlað er að mæta þörfum námsmanna vegna afleiðinga heimsfaraldurs kórónuveiru. Áætlað er að kostnaður vegna viðbótarstuðningsaðgerðanna geti numið allt að fimm hundruð milljónum króna. Meðal annars er boðuð tímabundin hækkun grunnframfærslu námsmanna í formi tímabundins viðbótarláns vegna skólaársins 2021-22. Lánið getur numið sex prósenta álagi á grunnframfærslu framfærslulána en er aðeins í boði til handa þeim námsmönnum sem ekki hafa verið með tekjur yfir heimiluðu frítekjumarki á árinu 2020. Frítekjumarkið miðast við 1,41 milljón króna. „Kjarni málsins er auðvitað sá að við höfum verið að kalla eftir hækkun grunnframfærslunnar þannig að hún samsvari að lágmarki dæmigerðu neysluviðmiði félagsmálaráðuneytisins og höfum verið að gera það í langan tíma. Það voru rosaleg vonbrigði í fyrra þegar úthlutunarreglurnar voru samþykktar og það var ekki að finna hækkun og svo aftur núna í ár þegar þær voru samþykktar fyrir næsta skóla ár, 1. apríl, og það var ekki heldur að finna hækkunina,“ segir Isabel í samtali við Vísi. Segir um skammtímalausn að ræða Stúdentar hafa kallað eftir að lágmarki 17% hækkun á grunnframfærslu framfærslulána hjá Menntasjóði námsmanna. „Staðreyndin er sú að þessar aðgerðir ná bara til ákveðins hóps og það er ekki það sem við höfum verið að tala um. Hérna er um að ræða tímabundna hækkun sem er aðeins til þeirra sem þéna minna en frítekjumarkið. Þannig að aðeins til ákveðins hóps stúdenta en ekki allra þeirra sem eru að taka framfærslulán,“ bætir hún við. „Við lítum svo á að þetta sé enn og aftur, því miður, skammtímalausn og áttum okkur ekki alveg á því af hverju það hefur ekki verið hlustað á raddir stúdenta í gegnum þennan faraldur. Grunnframfærslan er auðvitað eitthvað sem við höfum verið að berjast fyrir í fjölda ára og við veltum fyrir okkur, ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær þá? Hvað þetta varðar, námslánakerfið, þá erum við ekki sátt. Við getum ekki sagt það.“ Sumarlán einnig í boði Í öðru lagi hafa stjórnvöld ákveðið að bjóða upp á sumarlán hjá Menntasjóði námsmanna, sambærilegt þeirri ráðstöfun sem einnig var boðið upp á í fyrra þar sem lánað var fyrir allt niður í eina ECTS einingu. „Við fögnum því að það sé þarna veitt ákveðið svigrúm og að stúdentar geti tekið sumarnám og hafi kost á því að vera á lánum og það sé þetta svigrúm hjá Menntasjóði námsmanna. En það þarf einhvern veginn að halda því til haga að upphæð lánsins er háð fjölda eininga sem að stúdent klárar, þó svo að lágmarksframvindukrafan sé ein eining. Sumarnámið þarf að vera einingabært og námsframboðið þarf að vera nægjanlegt, þannig að stúdent geti náð viðunandi framfærslu. Okkur þykir ekki rétt að líta á sumarnámið sem einhverja lausn við atvinnuleysi,“ segir Isabel. „Við erum ánægð með að það séu einhverjir sem að geta nýtt sér þessi úrræði en þetta er samt alls ekki að grípa allan stúdentahópinn.“ Vilja að sumarstörf séu kynnt fyrr og séu lengur í boði Loks stendur til að hið opinbera skapi nokkur þúsund störf ætluð námsmönnum sem gert er ráð fyrir að muni kosta um 2,3 milljarða í launagreiðslur til þeirra sem ráðast í störfin. Isabel segir stúdenta fagna þessu úrræði, aftur á móti hafi Stúdentaráð gert athugasemdir við það í fyrra hve ströng hæfnisskilyrði hafi í mörgum tilfellum verið gerð fyrir störfin. „Og það sem að við vorum að tala um var að framkvæmdin þyrfti að vera betri. Það þyrfti að kynna þessi störf miklu fyrr,“ segir Isabel. Þá hefði hún viljað sjá að störfin væru í boð til lengri tíma en tveggja mánaða líkt og var í fyrra en í ár hefur verið boðað að störfin verði til tveggja og hálfs mánaðar. „Að sjálfsögðu er það gott skref að við teljum, að það sé verið að bæta við tveimur vikum. Þetta er samt ekki fullnægjandi að okkar mati. Við vildum þrjá mánuði og við erum búin að vera að tala um það í ár,“ segir Isabel. Hún segir að stúdentaráð muni leggjast betur yfir aðgerðirnar eftir helgi þegar frekari upplýsingar hafa borist. Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Stjórnvöld samþykktu aðgerðir sem ætlað er að mæta þörfum námsmanna vegna afleiðinga heimsfaraldurs kórónuveiru. Áætlað er að kostnaður vegna viðbótarstuðningsaðgerðanna geti numið allt að fimm hundruð milljónum króna. Meðal annars er boðuð tímabundin hækkun grunnframfærslu námsmanna í formi tímabundins viðbótarláns vegna skólaársins 2021-22. Lánið getur numið sex prósenta álagi á grunnframfærslu framfærslulána en er aðeins í boði til handa þeim námsmönnum sem ekki hafa verið með tekjur yfir heimiluðu frítekjumarki á árinu 2020. Frítekjumarkið miðast við 1,41 milljón króna. „Kjarni málsins er auðvitað sá að við höfum verið að kalla eftir hækkun grunnframfærslunnar þannig að hún samsvari að lágmarki dæmigerðu neysluviðmiði félagsmálaráðuneytisins og höfum verið að gera það í langan tíma. Það voru rosaleg vonbrigði í fyrra þegar úthlutunarreglurnar voru samþykktar og það var ekki að finna hækkun og svo aftur núna í ár þegar þær voru samþykktar fyrir næsta skóla ár, 1. apríl, og það var ekki heldur að finna hækkunina,“ segir Isabel í samtali við Vísi. Segir um skammtímalausn að ræða Stúdentar hafa kallað eftir að lágmarki 17% hækkun á grunnframfærslu framfærslulána hjá Menntasjóði námsmanna. „Staðreyndin er sú að þessar aðgerðir ná bara til ákveðins hóps og það er ekki það sem við höfum verið að tala um. Hérna er um að ræða tímabundna hækkun sem er aðeins til þeirra sem þéna minna en frítekjumarkið. Þannig að aðeins til ákveðins hóps stúdenta en ekki allra þeirra sem eru að taka framfærslulán,“ bætir hún við. „Við lítum svo á að þetta sé enn og aftur, því miður, skammtímalausn og áttum okkur ekki alveg á því af hverju það hefur ekki verið hlustað á raddir stúdenta í gegnum þennan faraldur. Grunnframfærslan er auðvitað eitthvað sem við höfum verið að berjast fyrir í fjölda ára og við veltum fyrir okkur, ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær þá? Hvað þetta varðar, námslánakerfið, þá erum við ekki sátt. Við getum ekki sagt það.“ Sumarlán einnig í boði Í öðru lagi hafa stjórnvöld ákveðið að bjóða upp á sumarlán hjá Menntasjóði námsmanna, sambærilegt þeirri ráðstöfun sem einnig var boðið upp á í fyrra þar sem lánað var fyrir allt niður í eina ECTS einingu. „Við fögnum því að það sé þarna veitt ákveðið svigrúm og að stúdentar geti tekið sumarnám og hafi kost á því að vera á lánum og það sé þetta svigrúm hjá Menntasjóði námsmanna. En það þarf einhvern veginn að halda því til haga að upphæð lánsins er háð fjölda eininga sem að stúdent klárar, þó svo að lágmarksframvindukrafan sé ein eining. Sumarnámið þarf að vera einingabært og námsframboðið þarf að vera nægjanlegt, þannig að stúdent geti náð viðunandi framfærslu. Okkur þykir ekki rétt að líta á sumarnámið sem einhverja lausn við atvinnuleysi,“ segir Isabel. „Við erum ánægð með að það séu einhverjir sem að geta nýtt sér þessi úrræði en þetta er samt alls ekki að grípa allan stúdentahópinn.“ Vilja að sumarstörf séu kynnt fyrr og séu lengur í boði Loks stendur til að hið opinbera skapi nokkur þúsund störf ætluð námsmönnum sem gert er ráð fyrir að muni kosta um 2,3 milljarða í launagreiðslur til þeirra sem ráðast í störfin. Isabel segir stúdenta fagna þessu úrræði, aftur á móti hafi Stúdentaráð gert athugasemdir við það í fyrra hve ströng hæfnisskilyrði hafi í mörgum tilfellum verið gerð fyrir störfin. „Og það sem að við vorum að tala um var að framkvæmdin þyrfti að vera betri. Það þyrfti að kynna þessi störf miklu fyrr,“ segir Isabel. Þá hefði hún viljað sjá að störfin væru í boð til lengri tíma en tveggja mánaða líkt og var í fyrra en í ár hefur verið boðað að störfin verði til tveggja og hálfs mánaðar. „Að sjálfsögðu er það gott skref að við teljum, að það sé verið að bæta við tveimur vikum. Þetta er samt ekki fullnægjandi að okkar mati. Við vildum þrjá mánuði og við erum búin að vera að tala um það í ár,“ segir Isabel. Hún segir að stúdentaráð muni leggjast betur yfir aðgerðirnar eftir helgi þegar frekari upplýsingar hafa borist.
Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira