Innlent

Voru búin að vera í sóttkví í talsverðan tíma

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Þorlákshöfn, þar sem hópsýking kom upp á vinnustað.
Frá Þorlákshöfn, þar sem hópsýking kom upp á vinnustað. Vísir/Vilhelm

Tveir greindust með kórónuveiruna í Þorlákshöfn í gær og voru báðir búnir að vera í sóttkví í talsverðan tíma, að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra. Alls greindust þrír með veiruna í gær, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum frá almannavörnum.

Elliði segir í samtali við Vísi að þeir sem greindust í gær tengist hópsmiti sem kom upp á vinnustað í bæjarfélaginu.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Við erum bara farin að vera bjartsýn á að búið sé að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu hópsýkingar,“ segir Elliði.

Stefnt sé að því að koma Þorlákshöfn aftur af stað eftir að ýmiss konar þjónustu var lokað vegna hópsýkingarinnar. Hann reiknar til að mynda með að grunnskóli Þorlákshafnar verði opnaður á mánudag og sundlaug bæjarins opnuð á morgun.


Tengdar fréttir

Fjórtán íbúar í einangrun og bæjarstjórinn í sóttkví

Fjórtán íbúar Þorlákshafnar eru nú í einangrun vegna Covid-19 og 99 í sóttkví. Elliði Viginsson, bæjarstjóri Ölfus, segir baráttunni ekki lokið þótt staðan líti betur út en um tíma. Sjálfur er hann kominn í sóttkví í þriðja sinn.

110 nem­endur FSu í sótt­kví eftir að nemandi greindist

Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×