Innlent

Ógnaði fólki í miðbænum

Sylvía Hall skrifar
Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og bárust þónokkrar hávaðakvartanir. 
Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og bárust þónokkrar hávaðakvartanir.  Vísir/Vilhelm

Lögreglu barst tilkynning á áttunda tímanum í gærkvöldi um mann sem hafði verið að ógna fólki í miðbænum. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn í mjög annarlegu ástandi og enn að ógna fólki, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Þá var lögregla í tvígang kölluð til vegna gruns um möguleg afbrot, í fyrra skiptið á öðrum tímanum í nótt þar sem tilkynnt var um mann sem svaf fram á stýri í bíl sínum og var hann talinn ölvaður. Í ljós kom að maðurinn var allsgáður en bíllinn bensínlaus.

Skömmu síðar var lögregla kölluð til vegna tveggja manna sem voru að skríða inn um glugga en þegar komið var á vettvang voru engin ummerki um innbrot og ekkert óeðlilegt að sjá.

Lögregla hafði einnig afskipti af nokkrum ökumönnum í nótt vegna vímuefnaaksturs og aksturs án ökuréttinda. Nokkuð var um tilkynningar vegna slysa og óhappa, en á sjötta tímanum í gær barst tilkynning um að ekið hafði verið á ungan dreng á hjóli. Drengurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðast áverkarnir minniháttar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.