Innlent

Ölvaðir til vandræða í miðborginni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þrjár tilkynningar bárust um umferðaróhöpp en ekki virðast hafa orðið slys á fólki.
Þrjár tilkynningar bárust um umferðaróhöpp en ekki virðast hafa orðið slys á fólki. Vísir/Vilhelm

Nokkuð annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, ekki síst vegna ökumanna sem grunur lék á að væru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. 

Lögregla var einnig kölluð til vegna ölvaðs einstaklings sem var til vandræða á kaffihúsi í miðborginni en var farinn þegar lögreglu bar að garði. Þá var hún einnig beðin um aðstoð vegna einstaklings sem svaf „ölvunarsvefni“ í bílastæðahúsi.

Tilkynnt var um innbrot í bifreiðageymslu í póstnúmeri 105 og í sama hverfi bárust tvær tilkynningar um eignaspjöll á bifreið.

Þá var tilkynnt um innbrot í geymslur fjölbýlishúss í póstnúmeri 109.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×